Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun í Hreyfingu
Ef þú ert með stoðkerfisverki, íþróttameiðsl eða álagsmeiðsl gæti sjúkraþjálfun verið mikil hjálp fyrir þig. Einnig ef þú átt í erfiðleikum með ákveðnar æfingar eða telur þig ekki hafa rétta líkamsbeitingu. Fyrsti tíminn í sjúkraþjálfun er viðtal og skoðun. Eftir það er meðferðarformið ákveðið en það getur verið í formi styrktarþjálfunar, þjálfunar á hreyfistjórn, bæting á líkamsstöðu, jafnvægi eða liðleika. Einnig eru mjúkvefjaaðferðir notaðar svo sem nudd, vöðvaslökun, teygjur og liðlosanir. Flestir koma í sjúkraþjálfun með beiðni frá lækni og þá taka sjúkratryggingar þátt í kostnaði eftir 5 skipti eða frá 6. tíma. Hafa þarf beiðnina með í 6. tímann ætli fólk að fá niðurgreiðslu. Börn, eldriborgarar og öryrkjar fá niðurgreiðslu strax í fyrsta tíma.

Sjá gjaldskrá 2017 fyrir sjúkraþjálfun hér!


Panta tíma:
Tímabókanir eru í síma 414-4004. Frekari upplýsingar og fyrirspurnir fást með því að senda tölvupóst á bjarni@thjalfari.hreyfing.is
 
Bjarni Már Ólafsson:

Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið 2015. Lokaverkefnið fjallaði um mismunandi meiðslahættu hjá hlaupurum eftir því hvernig þeir lenda í fótinn við hlaup. Hefur farið með unglingalandsliði Íslands á ólympíuleika evrópuæskunnar sem sjúkraþjálfari fyrir hönd ÍSÍ. Samhliða sjúkraþjálfun býður Bjarni upp á einkaþjálfun í Hreyfingu og þjálfar börn og unglinga í frjálsum íþróttum. Bjarni hefur sjálfur öflugan grunn úr frjálsum íþróttum og hefur tekið námskeið í kinesio teipingum.

 

Fylgstu með okkur #hreyfing