Hjól Activio

Activio var kosið besta æfingakerfið í Svíþjóð og er nú ný uppfært og ennþá betra.

Activio hjálpar þér að ná þínum markmiðum. Þjálfunarupplifun sem er engu lík. Activio er afar áhrifarík, hvetjandi og skemmtileg hópþjálfun byggð á hjartsláttarmælingum. Hentar öllum, byrjendum jafnt sem topp íþróttafólki. Activio er ný tækni sem sýnir púls þátttakenda á stóru tjaldi. Skífa tengd þínum púlsmæli gefur nákvæmar upplýsingar um hvað þú leggur mikið á þig í tímanum. Aðeins þú veist hvaða skífa er tengd þínum púlsmæli. Activio gerir þátttakendum kleift að æfa á því álagi sem hentar þeim best til að ná hámarks árangri. Markviss þjálfun með stöðugar upplýsingar um ákefð og uppbygging æfingakerfisins gera fólki kleift að auka hitaeiningabrennslu og þjálfa á áhrifaríkan hátt. Sú nýjung er í kerfinu að þú getur stofnað þinn reikning inn á myactivio.com en þá geturðu skráð þig inn á þínum eigin reikning fyrir hvern tíma og færð tölvupóst að tíma loknum með upplýsingum um frammistöðu þína í tímanum, hitaeiningabrennslu, meðalpúls o.fl.

Vertu með í Activio. Þú svitnar, skemmtir þér, styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur grunnbrennslu líkamans, myndar eftirbruna og brennir hundruðum hitaeininga. Það besta er að þú veist nákvæmlega hve vel þú ert að vinna allan tímann....sjá myndband úr tíma hér!  


Leiðbeingar fyrir innskráningu á myActivio.com


Teygjur fyrir púlsmælana fást í afgreiðslu.  Verð kr. 4.500.  Þá átt þú þína eigin teygju og færð afhentan púlsmæli þér að kostnaðarlausu í hvert sinn sem þú kemur í Activio- hjólatíma.

 

Tími Kennari Anna Marta ÁsgeirsdóttirMaría Kristín GröndalHelga Sigmunds Staðsetning Salur 4Salur 4Salur 4

Fylgstu með okkur #hreyfing