Gildin okkar

Gildin okkar eru fagleg, hrein og notaleg. 

Fagleg stendur fyrir það að við höfum metnað til að veita þjónustu af gæðum sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi.  Við hvetjum hvert annað til að viðhalda yfirburðaþekkingu á okkar sviði til eflingar hópsins og hagsbóta fyrir gesti okkar.

Hrein þýðir að við leggjum kapp á snyrtimennsku í öllu okkar starfi og það sést á húsnæði okkar og aðstöðu en jafnframt að við erum hrein og bein í framkomu við hvert annað og við gesti okkar.

Notaleg dvöl í okkar stöð er okkur kappsmál og með persónulegu viðmóti, virðingu og hlýju í samskiptum náum við að búa til umhverfi sem gestir okkar kunna að meta og vinnustað þar sem besta fagfólkið vill starfa.
 Hlutverk 
Heilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon Spa stuðlar að bættri heilsu og vellíðan.

Stefna 
Heilsulindin Hreyfing og Blue Lagoon Spa eykur orku og vellíðan viðskiptavina sinna með fjölbreyttum lausnum í líkamsþjálfun og einstökum Blue Lagoon Spa meðferðum. Þjónustan er veitt með persónulegu viðmóti og af hlýjum hug.

 

 

 

 

Fylgstu með okkur #hreyfing