Veitingar

Í Hreyfingu er björt og skemmtileg matar- og kaffiaðstaða þar sem notalegt er að setjast og spjalla með kaffibolla eða líta í blöð og tímarit og gæða sér á hollum og góðum veitingum.

Í veitingaaðstöðunni er einnig boðið upp á fría þráðlausa nettengingu fyrir fartölvur. Afar skemmtilegt útsýni er út á útiaðstöðuna og yfir Laugardalinn og tilvalið að stíga út á svalir á góðviðrisdögum.

 

Fylgstu með okkur #hreyfing