Markþjálfun


Markþjálfun í Hreyfingu

Hefur þú reynt allt til að ná árangri eða hefur þú náð góðum árangri og vilt halda áfram/viðhalda honum? Setur þú þér raunhæf markmið?
 

„Margir setja sér markmið og gera það yfirleitt án þess að gera upp fortíðina og án þess að skoða viðhorf og gildin sín. Þá vantar innri hvöt og tilfinninguna að brenna fyrir markmiðum sínum. Þegar markmið eru gerð eftir að hafa kvatt fortíðina og byrjað er að skoða viðhorfin sín gagnvart því sem skiptir mestu máli má ná varanlegum árangri. Viðhorfum (sem stjórna hegðun) má auðveldlega breyta með aukinni sjálfsþekkingu.  Með því að fara í markþjálfun þar sem byggt er á heiðarleika og þínu eigin gildismati, getur þú náð bæði jákvæðari og varanlegri áhrifum á bæði viðhorf þitt, hegðun og framkvæmdarvilja.“ 

Með stuðning frá Markþjálfa geta ótrúlegir hlutir gerst. Markþjálfun á við allstaðar þar sem einstaklingurinn vill gera varanlega breytingu í sínu lífi og verða besta útgáfan af sjálfum sér. Allir eru velkomnir sem vilja fá stuðning við að ná sínum markmiðum og framtíðardraumum.

 • Einkasamtöl í Hreyfingu
 • Markþjálfun
 • Fyrir ALLA sem vilja gera varanlega lífstílsbreytingu

 


Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir - Markþjálfi

 • ACC vottaður Markþjálfi síðan apríl 2015

 • Markþjálfakennari haust 2016 hjá Evolvia ehf.

 • Kennaranám í Markþjálfun 2015 - 2016

 • Framhaldsnám í Markþjálfun 2015 – 2016

 • Grunnnám í Markþjálfun 2014 - 2015

 • Mentor Markþjálfi hjá Evolvia ehf.


 

Verðskrá: 

 • Stakur tími í markþjálfun: 10.540,- (60 mínútur)
 • 5 tímar í markþjálfun: 43.400,-
 • 10 tímar í markþjálfun: 80.600,-

Facebook síða: Hver er ég  -  Markþjálfun

Um Markþjálfun finnur þú hér hér.

Áhugasamir hafið samband við Ástu  í síma 866 8450 eða á asta@evolvia.is

Greitt er fyrir markþjálfun í móttöku Hreyfingar. 


 

Fylgstu með okkur #hreyfing