Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Fræðslukvöld Bestu aðildar

Fyrsta fjarfræðslukvöld Bestu aðildar verður mánudaginn 20. september. Taktu kvöldið frá!

Á fræðslukvöldunum miðla sérfræðingar á sviði heilsuræktar fróðleik, upplýsingum og hvatningu til meðlima Bestu aðildar. Að hverjum fyrirlestri loknum gefst tækifæri til að spyrja spurninga!
Misstu ekki af þessum frábæru fjar fyrirlestrum.  

Komdu þér þægilega fyrir með tölvuna eða símann þar sem þér hentar og fáðu fræðslu um allt það sem hjálpar þér að besta heilsuna þína og lífsstílinn.

Merktu í dagatalinu þínu dagsetninganar, við byrjum á fræðslukvöldi um svefn!

Mánudaginn 20. september, kl. 20:30 
Betri svefn - grunnstoð heilsu

Í þessum fyrirlestri mun Dr. Erla Björnsdóttir fara yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan og árangur. Erla er sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð á svefnleysi og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns.

Í fyrirlestrinum mun Erla mun meðal annars fjalla um eftirfarandi atriði:

  • Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
  • Hvernig virkar líkamsklukkan? Hvenær er einbeiting best og hvenær er best að mæta í ræktina?
  • Hvernig sofa Íslendingar?
  • Hvernig sofa börn og ungmenni á Íslandi?
  • Svefnlyfjanotkun barna, unglinga og fullorðinna á Íslandi
  • Hver eru algengustu vandamálin sem tengjast svefni?
  • Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn?


Þriðjudaginn 5. október, kl. 20:30
Næring og heilsa

Í fyrirlestrinum mun Ásdís fara yfir áhrif mataræðis á heilsu okkar og veita góð ráð um heilsusamlegt mataræði. Ásdís er með BSc í grasalækningum frá University of East London og hefur rekið eigin stofu um árabil. Nánar auglýst síðar.

Mánudaginn 8. nóvember, kl. 20:30
Betri í dag en í gær

Í fyrirlestrinum fer Bergsveinn ÓIafsson, Beggi Ólafs, yfir sálfræðilega máttarstólpa sem styðja einstaklinga í sinni vegferð í átt að heilsusamlegu lífi. Bergsveinn er með MSc í Hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði. Hann hefur mikla reynslu úr heimi íþróttanna þar sem hann var fyrirliði mest allan knattspyrnu feril sinn. Nánar auglýst síðar.

Skráðu þig í Bestu aðild hér