Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

Sílesandi blóðsykursmælir fyrir þig?

Næring Hreyfing

Hvernig getur þú nýtt þér sílesandi blóðsykursmæli til að bæta heilsuna, verða orkumeiri, bæta líðan, komast í betra form og fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma?

Samkvæmt grein sem birtist í Læknablaðinu 2021, þá tvöfaldaðist algengi sykursýki 2 í nær öllum aldurshópum á milli áranna 2005-2018. Sykursýki þýðir að blóðsykurinn hafi náð skilgreindum gildum sem þarf að bregðast við.  Almennt er talað um sykursýki 1 og 2, auk meðgöngusykursýki.  Óheilbrigður lífsstíll, mataræði og hreyfingarleysi geta kveikt á ákveðnum genum og flýtt fyrir því að við fáum sykursýki.

Ekki alls fyrir löngu komu Sílesandi blóðsykursmælar á markað fyrir alla þá sem hafa áhuga á að fylgjast með blóðsykursgildum sínum.  Lengi vel fengust slíkir aðeins hjá lækni og ætlaðir fyrir sykursjúka. 

Hér eru 8 atriði til íhugunar:

  1. Almenn heilsuvitund: Með því að fylgjast með blóðsykursgildum lærir þú hvernig matvæli, hreyfing, svefn o.fl. hafa áhrif á þín blóðsykursgildi.  Við erum öll einstök og misjafnt hvaða áhrif hinar ýmsu fæðutegundir hafa á blóðsykur okkar.  Það sem þú lærir með notkun sílesandi blóðsykursmælis getur hjálpað þér að taka ákvarðanir sem geta haft mikilvæg áhrif á þína heilsu.
  1. Forvarnir: Blóðsykurgildin þín geta skipt sköpum við að greina snemma merki um insúlínviðnám eða forstigssykursýki, sem getur verið viðvörunarmerki um sykursýki 2.
  1. Fitutap: Mikilvægt er að skilja hvernig ákveðin matvæli hafa áhrif á þinn blóðsykur og hvaða matvæli geta haft áhrif á að þú þyngist.  Þessi þekking getur hjálpað þér að velja hollari matvæli og auðveldað þér að komast í kjörþyngd og viðhalda henni til lengri tíma.
  1. Orka: Orkusveiflur geta tengst blóðsykri. Með því að sjá þín gildi getur þú haft áhrif með því að breyta mataræði þínu eða athöfnum til að halda orkunni þinni stöðugri.
  1. Léttari lund: Það gæti komið á óvart að skap þitt hefur mögulega áhrif á blóðsykursgildin. Lífsstílsbreytingar eru líklegar til að bæta almenna vellíðan þína sem líkast til myndi létt lundina.
  1. Betri svefn: Blóðsykursgildin þín geta gefið til kynna hvort blóðsykur hafi áhrif á svefngæði þín.  Góður svefn er undirstaða góðrar heilsu og e.t.v. þarftu að gera breytingar á mataræði þínu til að bæta svefninn þinn.
  1. Æfinga- og íþróttaframmistaða: Innsýn í  blóðsykursgildin getur haft áhrif á frammistöðu okkar í ræktinni og íþróttum almennt. Grundvallar skilningur á því hvernig mismunandi æfingar hafa áhrif á blóðsykursgildi getur breytt miklu í þinni þjálfun.  Með slíkri vitneskju getum við gert breytingar á þjálfunaráætlun okkar með það að marki að bæta frammistöðu.
  1. Að lokum: Blóðsykursgildin gefa þér ákveðna mynd af heildarheilsu þinni sem gæti verið mikilvægur liður í að gera breytingar á lífsstíl þínum til að bæta almenna heilsu og vellíðan þína.   

    Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að blóðsykursmæling kemur ekki í staðinn fyrir læknisráð eða meðferð. Ef þú hefur áhyggjur af blóðsykursgildum þínum eða almennri heilsu skaltu ráðfæra þig við lækni.

Ultrahuman - Sílesandi blóðsykursmælir

26.990 kr. 21.592 kr. -20%

Fjórar vikur fjögur ráð

6.990 kr. 5.592 kr. -20%

Blóðsykursbyltingin

5.990 kr. 4.792 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka