Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla
Til baka

“Use it or lose it” - hugarfar sem hjálpar!

Hugur

Það er ansi mikill sannleikur í þessum einföldu orðum "use it or lose it" og ágætt að rifja þau upp reglulega. Aðallega vegna þess að þau geta veitt okkur aðhald og verið hvatning til góðs. Þau eiga ekki að fylla okkur sektarkennd og ótta um að við séum að glata að eilífu eiginleikum okkar og færni. Heldur fylla okkur bjartsýni og minna okkur á að það er alltaf hægt að byrja að rækta og efla, hvort sem þú ert byrjandi eða að taka upp þráðinn á ný. Use it or lose it má snúa upp í setningu á borð við: “allt það sem þú iðkar og leggur rækt við mun vaxa og dafna.” Svo satt og einfalt er það nú í raun.

Það eru engir tveir eins, sem betur fer!

Margar rannsóknir hafa verið gerðar á mannfólkinu og það er ljóst að engir tveir eru eins. Ekki einu sinni eineggja tvíburar. Ástæðan er m.a. sú að við þróum með okkur færni út frá því sem við leggjum rækt við. Vissulega hafa genin sín áhrif og umhverfið en það er ekki nóg að hafa góð gen, þú lærir ekki nýtt tungumál án nokkurrar fyrirhafnar. 

Á tímamótum, eins og við upphaf nýs árs, er gott að staldra við og taka nýja stefnu fyrir árið. Skerpa á fókusnum. Skoða hvað gekk vel og hvað ekki. Gleymdist eitthvað á síðasta ári? Er samræmi á milli þess sem þig langar til að gera og þú gerir? Einhver gamall draumur sem kominn tími er á að sinna?

Heilsurækt er góður kostur

Góð heilsa er undirstaða alls. Hún gerir allt annað auðveldara, betra og ánægjulegra. Heilsurækt nær ekki aðeins yfir vöðvastyrk og gott þol, heldur líka yfir heilastarfsemi okkar, andlega og líkamlega vellíðan, gleði, góðan svefn og félagsleg samskipti svo fátt eitt sé nefnt. Heilsurækt er skemmtileg, gefandi og eflir eigið sjálf.

Það er góð ákvörðun að setja heilsuna í fyrsta sæti á nýju ári og verða með því besta mögulega útgáfan af sjálfri/sjálfum sér. Þannig verður líka allt annað ánægjulegra. 

Hugarfar sem hjálpar!

Prófaðu að stilla hugann á þessa þætti í þinni heilsurækt:

  1. Hafðu ætíð hugfast að heilsurækt er ekki tímafrek. Heilsurækt gefur þér aukinn og ánægjulegri tíma í formi aukinnar orku, betri heilsu, meiri færni, innihaldsríkari stunda og lengra lífs. 

  2. Byrjaðu smátt ef þú þarft. Engin hreyfing er svo lítil að henni skuli sleppa.

  3. Mættu með meðvitund á æfingar. Vertu meðvituð/meðvitaður um það sem þú ert að leggja rækt við og þjálfa. Einbeittu þér að vöðvunum sem þú reynir á, lungunum og önduninni. Finndu blóðið streyma út í húðina og svitann spretta. Settu meðvitað kraft í hverja æfingu og taktu eftir hvað það verður smám saman auðveldara. Hlustaðu á líkamann og sýndu honum mildi þegar þörf er á. Gerðu líka það sem þér þykir erfitt og finndu hvernig þú eflist við það. Ný hreyfing reynir líka á heilann, gefðu þér tíma til að læra. Enginn verður meistari í fyrstu tilraun!

  4. Gefðu þér tíma til að upplifa vellíðanina sem fylgir hverri æfingu. Klappaðu þér á bakið og leyfðu þér að gleðjast yfir því að hafa mætt. 

  5. Það getur verið freistandi að fresta og sleppa æfingum. Hafðu í huga að því oftar sem þú mætir, því oftar langar þig til þess að mæta. Minntu þig á líðanina og ánægjuna sem fylgir því að standa við eigin ákvörðun um að mæta. Nýttu þá tilfinningu þér í hag!

Íþróttataska

5.990 kr. 4.792 kr. -20%

Vatnsflaska - Hreyfing

2.990 kr. 2.392 kr. -20%

Jógahandklæði

6.990 kr. 5.592 kr. -20%
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka
Til baka