Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Dekur fyrir tvo

KÍSIL LEIRMEÐFERÐ
Í þessari einstöku meðferð bera gestir hvítan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð.
20 mín 5.000,- á mann ef 2 saman

PARANUDD
Hægt er að njóta þess að fara saman í nudd í sérstöku para herbergi.

SLÖKUNARNUDD DELUXE
Unaðslegt, slakandi heilnudd. Nuddað er með steinefnaríkum Blue Lagoon jarðsjó og sérhannaðri Blue Lagoon nuddolíu sem inniheldur mildan og hreinan ilm. Eykur súrefnis- og blóðflæði til húðarinnar. Dregur úr streitu og þreytu. Veitir vellíðan og jafnvægi.
50 mín 12.900,- á mann
80 mín 17.900,- á mann


KÍSIL LEIRMEÐFERÐ OG SLÖKUNARNUDD  DELUXE 
Í þessari einstöku meðferð bera gestir hvítan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð. Að kísilleirmeðferðinni lokinni er endað á unaðslegu 50 mín slökunarnuddi. Nuddað er með steinefnaríkum Blue Lagoon jarðsjó og sérhannaðri Blue Lagoon nuddolíu sem inniheldur mildan og hreinan ilm. Eykur súrefnis- og blóðflæði til húðarinnar. Dregur úr streitu og þreytu. Veitir vellíðan og jafnvægi.
70 mín 16.900,- á mann


Innifalið í öllum dekurpökkum er aðgangur að spa slökunarrými með heitum potti og úti á veröndinni eru tveir heitir pottar, annar með jarðsjó ásamt saunu og blautgufu. Gestir fá einnig handklæði og slopp.