Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Nýtt! Bandvefsnudd og hreyfifærni

20. september
6 vikur
16.990 kr
34.990 kr
Frír prufutími fimmtudaginn 16. sept. kl 9:00.
Skráning í prufutímann hefst með 25 klst. fyrirvara eins og í aðra hóptíma.


Bandvefsnudd með sérstökum nuddboltum, djúpteygjur og virknis æfingar.

Vertu besta útgáfan af sjálfri/um þér!

Ekki gleyma að líkaminn þarf hvíld, tíma til að endurnærast og byggja sig upp svo ÞÚ getir náð topp árangri.

Með því að rúlla líkamann eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand. Við losum um spennu í bandvef, aukum vökvaflæði, teygjanleika og taugavirkni!

Við eflum orkuflæði líkamans og nærum djúpvefi, bein og liðamót.

Djúpteygjur sem eru teknar sitjandi eða liggjandi í um 3-5 mín. Með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Yin djúpteygjur róar hugann og eykur líkamvitund. Við förum svo enn dýpra með að nudda svæðin með boltum.

Virknisæfingar fyrir svæði sem þarf að virkja og styrkja til að ná jafnvægi á stoðkerfið. Slökun í lok tímans gefur vöðvum, bandvef og huga tækfæri til að slaka mjög djúpt á og líkamanum að opnast og endurnærast.


Innifalið:

Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.