Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Beyond Asana

4 vikna námskeið - Kafaðu dýpra í þína iðkun

26. nóvember
4 vikur
13.990 ISK
27.990 ISK

Á þessu 4 vikna námskeiði munt þú öðlast skilning á hinu jógíska hugarfari um leið og þú ferð dýpra í iðkun jógaæfinga.

Eva Dögg mun leiða þig í gegnum hin ævafornu jógafræði og kenna þér hvernig hægt er að nútímavæða þau og nota þau í daglegu lífi. Markmiðið er að gefa nemendum verkfæri til að öðlast meiri ró og auka lífsgæði, hamingju og gleði.
Einnig munt þú læra hvernig þú getur notað jóga til að vinna gegn kvíða, streitu, óþolinmæði og einbeitingarskorti.

Flestir fara í jógatíma til að hreyfa sig, öðlast meiri liðleika og finna fyrir þessari einstöku tilfinningu sem fylgir í kjölfarið.
Því oftar sem við mætum, því spenntari verðum við að læra meira um stöðurnar eða "asanas" sem er þó í rauninni bara einn hluti af jóga.

Þegar við skoðum hina sjö hlutana, helgum okkur allri jógafræðinni og notum hana sem leiðarvísi í hinu daglega lífi þá fara töfrarnir að gerast!

Það skiptir ekki máli hvaða reynslu þú hefur eða hver ástæðan var fyrir því að þú gekkst inn í þinn fyrsta jógatíma.
Hver og einn getur notað þessar leiðir til að ná markmiðum sínum og bæta lífsgæði sín.

  • Hver tími einkennist af fræðslu, jógaæfingum, styrk, öndun, slökun og hugleiðslu.
  • 75 mín. tímar í 32-34° innrauðum hita* þar sem við munum skoða "The 8 limbs of Yoga"
  • Allir fá glósubók og penna, aðgang að lokuðum Facebookhóp.
  • Fyrstu 10 sem skrá sig fá gjafapoka!Innifalið:

Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

 

*Innrauði hitinn sér um að þú náir að dýpka vöðvavinnuna til muna, þú styrkir allan líkamann, liðkast,  mótar vöðvana, svitnar vel, eykur vellíðan og endurnærist.

Ath! Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu.

 

Rannsóknir sýna fram á fjölmarga kosti þess að æfa í innrauðum hita eins og aukinn liðleika, aukið blóðflæði, eiturefnalosun með meiri svita og aukinni hitaeiningabrennslu o.fl.

BA1

þriðjudagur
kl. 19:40-20:55
Salur 1
fimmtudagur
kl. 19:40-20:55
Salur 1
Námskeið er hafið