Brennsla Xpress & sykurlaus áskorun
Dúndur hressandi og kraftmiklir tímar, aðeins 40 mínútur en hver mínúta er nýtt til hins ítrasta svo þú náir sem mestum árangri.
Skemmtileg og fjölbreytt þolþjálfun á hinum fullkomnu Skillrun hlaupabrettum ásamt markvissum styrktaræfingum sem auka grunnbrennslu þína.
Til að hámarka árangurinn taka þátttakendur sykurlausa áskorun á meðan námskeiðinu stendur. Góðar leiðbeiningar hvernig þú tekur út alla sykurneyslu og hvað má borða í staðinn.
Vertu með á þessu nýja og spennandi námskeiði og sjáðu og finndu muninn!
Námskeiðstímabilið er 4 vikur vegna sumardagsins fyrsta og uppstigningardags.
Innifalið:
- Þjálfun 3x í viku - 40 mín í senn
- Fjölbreytt æfingakerfi á Skillrun hlaupabrettum og Technogym æfingabekk og lóðum
- Upplýsingar um hvernig þú getur sleppt öllum hvítum sykri úr fæðunni þinni í 3 vikur og hvað við mælum með að borða í staðinn.
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.