Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Cyclothon hjólanámskeið

1. apríl
6 vikur
33.990 ISK
17.990 ISK

Markmiðið er að komast í þitt besta hjólaform sem nýtist til heilsubótar og/eða til að geta tekið þátt í hjólreiðaviðburðum eins og Wow cyclothon og öðrum hjólreiðaviðburðum. Á námskeiðinu verður áherslan á að komast í gott grunnform og læra að beita sér rétt á hjólinu. Æfingarnar henta jafnt nýliðum sem keppnisfólki þar sem auðvelt er að aðlaga æfingar innandyra að þörfum allra.

Stöðumat verður á tímabilinu til að setja sér markmið og sjá framfarir. Í tímunum er notast við nýjustu tækni vatta og púlsmæla sem gera æfingarnar mun markvissari og skemmtilegri. Þjálfari miðlar af áralangri reynslu um hjólreiðar og keppnisreynslu. Þátttakendur þurfa engan sérstakan bakgrunn bara góða skapið og vilja til að komast í betra hjólaform.

Innifalið:

Ása Guðný Ásgeirsdóttir hefur æft og keppt í hjólreiðum síðan 2002. Hún hefur tvisvar verið Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og tvisvar verið í 10 manna vinningsliði í Wow cyclothon. Árið 2017 fór hún með landsliðinu á smáþjóðaleikana í San Marinó og varð sama sumar bikarmeistari í götuhjólreiðum. 


CT1

mánudagur
kl. 18:30-19:30
Salur 4
miðvikudagur
kl. 18:30-19:30
Salur 4
laugardagur
kl. 10:40-12:10
Salur 4
Skrá á námskeið