Hópþjálfun Aldísar

Langar þig að æfa markvisst til árangurs og fá haldgóða leiðsögn frá þjálfara?
Fjölbreyttar æfingar í skemmtilegum hópi sem stuðla markvisst að alhliða þjálfun.
Áhrifaríkt fjölbreytt æfingakerfi fyrir þau sem vilja bæta þrek og þol og koma sér í gott form.
Komdu í skemmtilegan hóp með öðrum sem hafa sömu markmið og taktu heilsuna föstum tökum.
Æfingarnar eru fjölbreyttar, krefjandi og árangursmiðaðar svo þú fáir sem mest út úr hópþjálfuninni.
Hámarksfjöldi í hóp er 8 manns.
Með markvissri styrktarþjálfun eykur þú grunnbrennslu líkamans sem auðveldar þér að komast í og viðhalda kjörþyngd. Styrktarþjálfun bætir einnig líkamsstöðu og styrkir beinin.
Vertu í þínu besta formi - léttari á þér, sterkari og stæltari en nokkru sinni fyrr.
Fyrir konur og karla!
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.