Hópþjálfun í tækjasal
Langar þig að læra að þjálfa í tækjasalnum, markvisst til árangurs og fá haldgóða leiðsögn frá þjálfara?
Áhrifaríkt æfingakerfi fyrir þá sem vilja bæta þrek og þol og koma sér í gott form.
Komdu í skemmtilegan hóp með öðrum sem hafa sömu markmið og taktu heilsuna föstum tökum.
Hámarksfjöldi í hóp er 8 manns.
Með markvissri styrktarþjálfun eykur þú grunnbrennslu líkamans sem auðveldar þér að komast í og viðhalda kjörþyngd. Styrktarþjálfun bætir einnig líkamsstöðu og styrkir beinin.
Vertu í þínu besta formi - léttari á þér, sterkari og stæltari en nokkru sinni fyrr.
Innifalið:
- Þjálfun í tækjasal 3x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum