Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Hugur og heilsa

2. nóvember
6 vikur
15.990 kr
32.990 kr

Hugur og heilsa er einstök 6 vikna áskorun.  Þátttakendur læra að tileinka sér heilbrigðari venjur undir leiðsögn þjálfara og kynnast leiðum til að viðhalda árangri varanlega, hvort sem það er aukinn styrkleiki, andleg vellíðan eða önnur markmið. 

Áskoruninni fylgja góðar leiðbeiningar og stuðningur svo þú finnir hvað hentar þér best.  Uppskriftir að gómsætum og hollum réttum fylgja námskeiðinu, fróðleikur um líkamlega og andlega heilsu og aðstoð við að tileinka sér heilbrigðari venjur.
Tímarnir byggjast á nærandi og styrkjandi líkamsrækt  í heitum sal og núvitundaræfingum.

Með skipulagi og stuðningi erum við sannfærð um að á 6 vikum munir þú ná að tileinka þér heilbrigðari venjur á þínum eigin forsendum.

Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

HH1

mánudagur
kl. 20:00-21:00
Salur 1
miðvikudagur
kl. 20:00-21:00
Salur 1
Skrá á námskeið