Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Jóga & orkustöðvarnar

5. september
6 vikur
21.990 kr
42.990 kr
Þú eflir þig á líkama og sál með þessu áhugaverða námskeiði fyrir konur og karla á öllum aldri. 
Námskeiðið gefur þátttakendum góða innsýn í hvernig orkustöðvarnar geta aukið lífsgæði og vellíðan með minni streitu og betra jafnvægi í lífinu.  Þú styrkir allan líkamann, eykur liðleika, einbeitingu og nærð góðri slökun. Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Orkustövarnar gegna því hlutverki að safna orku sem kallast "lífsorka eða Prana" umbreyta henni og dreifa um líkama okkar, sú orka heldur okkur heilbrigðum og lifandi.
Á þessu námskeiði förum við í gegnum orkustöðvarnar 7 með mjúku jógaflæði þar sem við leggjum áherslu á öndun, styrkleika og teygjur.

Við lærum hvernig við getum nýtt okkur orkustöðvarnar í daglegu lífi og hvernig við höldum okkur í jafnvægi andlega og líkamlega. 
Hver tími endar síðan á Yoga Nidra hugleiðslu sem gefur okkur djúpa og góða slökun.

Hámarksfjöldi í hóp er 10 manns.Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

JO1

mánudagur
kl. 17:30-18:30
Salur 6
miðvikudagur
kl. 17:30-18:30
Salur 6
Námskeið er hafið