Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Mömmuþjálfun Indíönu

5. september
6 vikur
19.990 kr
39.990 kr

Æfðu undir faglegri leiðsögn þjálfara sem hefur persónulega reynslu af því að byggja sig skynsamlega upp eftir tvær meðgöngur og einnig fjögurra ára reynslu af því að þjálfa aðrar mæður eftir barnsburð. 

Æfingarnar hjá Indíönu eru krefjandi en áhersla er alltaf lögð á gæði, gleði og hugsun. Einstaklingsbundin nálgun er einn helsti styrkur Indíönu sem þjálfari en hún hvetur allar mæður til að æfa ávallt samkvæmt sínu dagsformi og ólíkar útfærslur af æfingum eru alltaf sýndar.

Í sinni þjálfun blandar Indíana saman hefðbundnum og óhefðbundnum æfingum til að tryggja fjölbreytileika og bæta alhliða styrk og hreyfigetu. Mest verður unnið með ketilbjöllur og eigin líkamsþyngd. 

Börnin eru auðvitað velkomin með í tímana. Salurinn er rúmgóður og á sömu hæð og inngangur inn í stöðina. Hægt er að setja vagna út á svalir nálægt salnum.

Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum 


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

 

MI1

mánudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 1
miðvikudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 1
Námskeið er hafið