Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

NÝTT! Jóga & bandvefsteygjur

4. október
4 vikur
14.990 kr
29.990 kr
Lífið er flæði. Svo lengi sem við lifum þá er flæði til staðar í líkamanum. Jafnvel þótt við liggjum alveg kyrr þá er allt flæðandi inni í okkur.

Við öndum, hjartað slær, blóðið ferðast um líkamann og maturinn ferðast í gegnum
meltingakerfið.

Vefir líkamans þurfa líka flæði. Jóga og bandvefsteygjur er endurnærandi jóganámskeið sem hentar öllum. Auk hefðbundinna jógaæfinga eru teknar fyrir flæðandi æfingar til að ná streitu úr bandvef líkamans með aðferðum sem líkt hefur verið við tannþráðsnotkun.

Með æfingunum er unnið að því að losa um stífan og þurran bandvef með því að teygja á í mótstöðu en þannig er stutt við getu líkamans til að heila sjálfan sig. Fyrir utan það að róa taugakerfið þá styðja æfingarnar við virkni sogæðakerfisins og bæta þannig ónæmiskerfið okkar.


Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

JB1

þriðjudagur
kl. 15:30-16:30
Salur 1
fimmtudagur
kl. 15:30-16:30
Salur 1
Skrá á námskeið