Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Pilates mömmur

4. september
6 vikur
19.990 kr 3.332 kr á viku
39.990 kr 6.665 kr á viku
Netgíró

Nýtt námskeið fyrir móður og barn. Barnshafandi konur eru einnig velkomnar. 

Pilates er frábær leið til að styrkja líkamann á meðgöngu og eftir fæðingu, losa um streitu og viðhalda hreyfigetu. Námskeiðið byggt á hinu sívinsæla, klassíska Pilates æfingakerfi sem tónar og styrkir allan líkamann og bætir líkamsstöðu og liðleika með höfuð áherslu á að vinna út frá kjarna líkamans.

Tímarnir eru rólegir en hressir og ávallt með liðleika og hugmyndafræðina um lengingu vöðva í fyrirrúmi.

Áhersla er lögð á góða líkamsbeitingu og hver og einn fylgir sinni getu til að halda góðri tækni í æfingunum. 
Mikið er lagt upp úr styrkingu kjarnavöðva (kvið-, bak-, grindarbotns- og rassvöðva).

Innifalið:

  • Þjálfun 2x í viku 
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
  • Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum 


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.

PM1

mánudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 1
miðvikudagur
kl. 10:30-11:30
Salur 1
Námskeið er hafið
Blóðsykursbyltingin
5.990 kr
+
-