Skillrun HIIT
Ef þú ert ClubFit aðdáandi þá verður þú að prófa SKILLRUN HIIT!

Tímarnir byggjast á stuttum lotum, fjölbreyttar og skemmtilegar hlaupaæfingar og úthugsaðar styrktaræfingar, samsettar svo þú þjálfar líkamann og ekkert verður útundan. Adrenalín, sviti, stuð og stemning og það allra besta.... skjótur árangur!
HVAÐ ER SKILLRUN? Skillrun eru engin venjuleg hlaupabretti heldur þau fullkomnustu sem til eru. Sleðinn og fallhlífin tryggja að þú þjálfar vöðva sem þú vissir ekki að væru til. Skillrun er toppurinn, fyrir þá sem vilja bestu þjálfunartækin sem völ er á og árangur samkvæmt því.
SLEÐINN: Sleðinn er magnað tæki til að hámarka lárétta kraftmyndun og ná mestri mögulegri nýtingu taugakerfisins við hámarks áreynslu. Íþróttafólk þarf að framleiða gríðarlegt afl á stuttum tíma samhliða hraðaaukningu. Sleðinn hjálpar einnig til við að efla einhliða styrk í neðri hluta líkamans, bætir mjaðma og ökla hreyfigetu, spyrnu tækni, hámarks hlaupahraða og hliðar hraða.
FALLHLÍFIN: Ein besta leiðin til að hámarka kraft og hraða í "flugtaki" er með því að nona spretti og spretti í halla.
HLAUPIÐ MEÐ MÓTSTÖÐU: Leitast við að mynda sama kraft og þunga frá byrjun til enda, byggja upp styrk, kraft og alhliða þjálfun í neðri hluta líkamans.
Markmið SKILLRUN HIIT er einfalt og auðvelt: Bætt frammistaða, þjálfun með hámarks ákefð með hámarks hæfni og virkni sem aðal markmið. HIIT er áhrifarík þjálfunar aðferð sem fellur undir hugtakið snerpu þjálfun (interval training) þar sem skipst er á að æfa með hámarks ákefð og hægari æfingum fyrir endurheimt.
Munurinn á Skillrun Bootcamp og Skillrun HIIT?
Bootcamp er þol, kraftur, hraði og keppni HIIT er meiri ákefð í stuttum lotum með hlé fyrir endurheimt.
Með Technogym Skillrun brettunum erum við komin upp á næsta stig og ekki aftur snúið.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Aðgangur að MyZone púlsmælakerfi
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.