Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Stirðir & stífir

6. janúar
6 vikur
15.990 ISK
32.990 ISK
Jóganámskeið í 25° heitum sal fyrir karla á öllum aldri, bæði byrjendur og lengra komna. 

Viltu liðkast, styrkjast og bæta líkamlega og andlega heilsu?
Þá er þetta námskeiðið fyrir þig. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem halda að þeir séu of stirðir en langar samt að kynnast undraheimi jógaiðkunar.

Farið verður vandlega í helstu jóga stöður og mismunandi flæði. Byrjum rólega og aukum kraftinn þegar líður á námskeiðið. Ólíkir jóga stílar kynntir.  

Jóga hugmyndafræðin, öndunar og hugleiðsluaðferðir kynntar. 

Meiri styrkur - Aukinn liðleiki - Betra jafnvægi. 
Minnkar Streitu - Eykur vellíðan - Bætir svefn. 

Allir tímarnir enda á djúpri endurnærandi slökun. 

*Ath! Í þessum tíma eru þátttakendur ekki í skóm. Einnig er nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði eða stórt handklæði. 

Innifalið:

 

Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

SS1

mánudagur
kl. 20:30-21:30
Salur 1
miðvikudagur
kl. 20:30-21:30
Salur 1
Námskeið er hafið