Stutt & stíft
Þarftu smá spark til að koma ræktinni inn í rútínuna þína?
Finnurðu fyrir stöðnun og vantar aðhald til að rífa þig út úr henni og ná árangrinum sem þú hefur lengi stefnt að?
4-vikna STUTT & STÍFT er það sem þú þarft.
Fylltu þig orku og eldmóði nú þegar sól er að hækka á lofti og keyrðu þig í gang af krafti. Eftir það ertu komin/nn af stað og á beinu brautina.
Vertu með á þessu kraftmikla og árangursríka námskeiði 3x í viku í 4 vikur.
Innifalið:
- Þjálfun 3x í viku - 45 mín í senn
- Fjölbreytt æfingakerfi - Eftirbruni / Hot Fitness / Lyftingar / HIIT / Hjól o.fl.
- Upplýsingar um mataræði sem bætir líðan þína og kemur þér í betra líkamsástand.
- Æfingaáætlun í tækjasal sem miðar að því að auka grunnbrennslu líkamans.
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.