Styrkur og Trigger Point

Bjóðum hér nýtt námskeið vegna mikillar eftirspurnar eftir Triggerpoint æfingum.
Í Triggerpoint æfingum er unnið með nuddrúllur og nuddbolta til að ná frekari vöðvaslökun og losa um stífa vöðva. Unnið er markvisst með ákveðna punkta í líkamanum sem stuðlar að minni bólgum, krónískum verkjum, aukinni hreyfigetu, liðleika og vellíðan.
ATH! Þátttakendur mæta með sína eigin nuddbolta, við mælum með 2x eins boltum (fást í móttöku Hreyfingar, Plús boltar) og stórt jógahandklæði.
Auk triggerpoint æfinga eru gerðar áhrifaríkar styrktaræfingar fyrir alla helstu vöðvahópa líkamans.
Þessi skothelda samsetning leggur grunninn að sterkum, vel þjálfuðum líkama sem er laus við eymsli, bólgur og króníska verki.
Sjá Plús boltana hér: https://www.hreyfing.is/vorur/plus-boltar-2-saman-i-neti/
Salurinn er 28° heitur.
ATH. Nauðsynlegt að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu.
Innifalið:
- Þjálfun 2x í viku
- Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
- Aðgangur að Heilsusíðum Hreyfingar
- Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
- Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.
**ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.