Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Total Barre

17. janúar
6 vikur
19.990 kr
39.990 kr
Styrktaræfingar að hætti balletþjálfunar á gólfi og við barre stöng, ávallt með rétta líkamsstöðu að leiðarljósi.

Skemmtileg tónlist við taktfastar æfingar. Enginn tími er eins, þó að flæði tímanna sé með svipuðu sniði hverju sinni. Iðkendur eru berfættir
eða í gripsokkum.

Æfingarnar henta bæði byrjendum og lengra komnum og boðið er upp breyttar stöður fyrir byrjendur ásamt því að hvetja þá sem lengra eru komnir til að taka æfingar á næsta stig. Létt lóð notuð til að styrkja axlir og handleggi, pilates boltar til að tengja við kviðvöðva og styrkja innanlærisvöðva, teygjubönd fyrir rassvöðva og ytri læri, diskar fyrir flæði og fl. til að auka á fjölbreytileika æfinga ásamt því að þjálfa tengsl huga og líkama.

 

Nauðsynlegt að mæta með jóga handklæði, stórt handklæði eða eigin dýnu. 

Rannsóknir sýna fram á fjölmarga kosti þess að æfa í innrauðum hita eins og aukinn liðleika, aukið blóðflæði, eiturefnalosun með meiri svita og aukinni hitaeiningabrennslu o.fl. Sjá nánar hér!


Innifalið:
  • Þjálfun 3x í viku (í 28° innrauðum hita)
  • Boditrax - aðgangur að nákvæmri líkamsástandsmælingu
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum 
  • Aðgangur að útiaðstöðu- jarðsjávarpotti og gufuböðum 


    Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

    **ATH! Ef þú átt inneign upp í námskeið og vilt nýta hana þarft þú að vera innskráð/ur á Mínar síður áður en þú skráir þig á námskeiðið. Þá dregst inneignin sjálfkrafa frá námskeiðsgjaldinu.