Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Næringarráðgjöf

  • Vantar þig innblástur og ráð um hvernig hægt borða hollari og heilnæmari mat?
  • Hefur þú áhuga á að vita hvort þú ert að neyta allra næringarefna sem þú þarfnast?
  • Viltu fá ráð um hvernig gott er að léttast eða þyngjast?
  • Viltu aðstoð við að setja þér raunhæf markmið?
  • Vigtun og ummælsmælingar eru í boði sé þess óskað.


Nokkrir valmöguleikar eru í boði
Þú getur valið um að bóka aðeins eina komu í næringarráðgjöf, eða tvö skipti með eftirfylgni (eða annað form eftir samkomulagi). Í fyrstu/einu komunni förum við yfir þinn matarbakgrunn og spurningar frá þér, og út frá því er farið í gegnum hverju má breyta og hvernig best er að fara að því. Fyrir fyrstu/einu komuna (4-5 dögum áður) sendir þú inn matardagbók, sem spannar 4 daga, þar sem allt sem þú borðar og drekkur er skrifað niður. Þegar haldin er matardagbók er mjög mikilvægt að hafa dagana eins venjulega og kostur er og skrifa allt niður. Matardagbókin hjálpar mikið til við að sjá hvar hægt er að gera breytingar eða umbætur.

Í endurkomunni förum við í gegnum hvernig hefur gengið og vinnum út frá því og með þær breytingar sem átt sér hafa stað, með það sjónarmiði að ná uppsettum markmiðum.

Einnig er í boði næringarráðgjöf og einkaþjálfun, þar sem boðið er upp á næringarráðgjöf (sjá ofan) og 4 skipti (einu sinni í viku) eða 8 skipti (tvisvar í viku) í einkaþjálfun. Mánuðurinn hefst þá og endar á næringarráðgjöf.

Verðskrá:
Stakur tími í næringarráðgjöf (60 mín): 12.000 kr.
Greiðsla fer fram í móttöku Hreyfingar.

Gréta Jakobsdóttir

 

  • 2006: B. Sc. gráða í líffræði frá Háskóla Íslands.
  • 2008: Meistarpróf í matavælafræði frá Háskólanum í Lundi.
  • 2010: Þjálfari í tækjasal – Gerdahallen (ein stærsta líkamsræktarstöðin í Svíþjóð), Lund Svíþjóð.
  • 2013: Doktorspróf í næringarfræði frá Háskólanum Í Lundi, þar sem hún rannsakaði niðurbrot trefja í þörmunum og hvaða áhrif þær hafa á t.d. þyngdaraukningu og kólesteról í blóð sem og samsetningu þarmaflórunnar. Gréta hefur birt 8 vísindagreinar á sviði næringarfræði í ritrýndum erlendum vísindatímaritum.
  • 2015: Einkaþjálfararéttindi frá ISSA (International Sport Science Association).

Gréta hefur brennandi áhuga á heilsu, hreyfingu, næringu og hollum lifðnarháttum.
Instagram: gretajakobsdottir

Tímabókanir

Nánari upplýsingar og tímabókanir á greta@hreyfing.is

Hér getur þú einnig óskað eftir tíma í næringarráðgjöf, við munum hafa samband eins fljótt og auðið er:

Smelltu hér til að óska eftir tíma