Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Sjúkraþjálfun

Ef þú ert með stoðkerfisverki, íþróttameiðsl eða álagsmeiðsl gæti sjúkraþjálfun verið mikil hjálp fyrir þig. Einnig ef þú átt í erfiðleikum með ákveðnar æfingar eða telur þig ekki hafa rétta líkamsbeitingu.

Fyrsti tíminn í sjúkraþjálfun er viðtal og skoðun. Eftir það er meðferðarformið ákveðið en það getur verið í formi styrktarþjálfunar, þjálfunar á hreyfistjórn, bæting á líkamsstöðu, jafnvægi eða liðleika. Einnig eru mjúkvefjaaðferðir notaðar svo sem nudd, vöðvaslökun, teygjur og liðlosanir.

Flestir koma í sjúkraþjálfun með beiðni frá lækni og þá taka sjúkratryggingar þátt í kostnaði eftir 5 skipti eða frá 6. tíma. Hafa þarf beiðnina með í 6. tímann ætli fólk að fá niðurgreiðslu. Börn, eldriborgarar og öryrkjar fá niðurgreiðslu strax í fyrsta tíma.

Sjá gjaldskrá 2017 fyrir sjúkraþjálfun hér

Bjarni Már Ólafsson

Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Læknadeild Háskóla Íslands vorið 2015. Lokaverkefnið fjallaði um mismunandi meiðslahættu hjá hlaupurum eftir því hvernig þeir lenda í fótinn við hlaup. Hefur farið með unglingalandsliði Íslands á ólympíuleika evrópuæskunnar sem sjúkraþjálfari fyrir hönd ÍSÍ. Samhliða sjúkraþjálfun býður Bjarni upp á einkaþjálfun í Hreyfingu og þjálfar börn og unglinga í frjálsum íþróttum. Bjarni hefur sjálfur öflugan grunn úr frjálsum íþróttum og hefur tekið námskeið í kinesio teipingum.