Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

100 km hjólatími!

Hvern langar ekki að klukka í 100 kílómetra boxið?

Myzone hjólatímar eru frábær leið til að koma sér í góða líkamlega þjálfun, hvort sem er til almennrar útivistar eða þátttöku í hjólreiðaviðburðum. Marga langar þó að reyna sig við lengri vegalengdir en nást í 50 mínútna hjólatíma.

Á meðlimagleðinni þann 15. febrúar gefst meðlimum Hreyfingar tækifæri til að hjóla 100 km sem er svipuð vegalengd og Gullhringurinn frægi. Allir leggja af stað á sama tima og hjóla á eigin hraða og álagi. Fyrir þá sem vilja verður þó boðið upp á 90 mínútna álagsbreyttan hjólatíma (áramótatímann 2019) en eftir það verða tónlist og myndbönd. Öðru hvoru verða birtar upplýsingar um vegalengdir og hraða hópsins. Þátttakendur hafa 4 klukkutíma til að klára.