Eftirbruni & Buttlift
Dúndur góður tími þar sem unnið er í stuttum, snörpum og krefjandi æfingalotum sem eru samsettar þannig að þú brennir hámarksfjölda hitaeininga á sem skemmstum tíma. Við taka svo góðar æfingar fyrir rass- og lærvöðva sem hjálpa þér að styrkja og móta neðri hlutann. Galdurinn við Eftirbruna er að þú heldur áfram að brenna fitu og hitaeiningum jafnvel eftir að æfingunni lýkur.