Pilates Fitness
Pilates er endurnærandi æfingakerfi fyrir líkama og sál og þér gefst kostur á að prófa í þessum dásamlega Pop Up tíma sem Pilateskennarinn Agustina leiðir á ensku.
Pilates æfingakerfið hefur notið vinsælda í fjölda ára og ekki að ástæðulausu. Það byggist á að styrkja djúpu kjarnavöðva líkamans, vöðvana sem eru næst hryggnum. Þú lærir tækni við að þjálfa flata kviðvöðva og sterkt bak ásamt því að þjálfa sterka vöðva á sama tíma og þú eykur liðleika. Í innrauðum heitum sal (30°) nær líkaminn dýpri vöðvavinnu, auknum liðleika, auk þess sem þú svitnar vel sem hefur góð og mikilvæg hreinsunar áhrif.
Ath. Nauðsynlegt er að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu!