Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

POP UP - Teygjuflæði, styrkur og bandvefsnudd

90 mínútna tími sem miðar að því að auka hreyfifærni, liðleika og draga úr vöðvaspennu.

Við munum liðka og opna líkamann með kröftugu styrktar-, og hreyfiflæði og losa um vöðvaspennu með bandvefsnuddi.

Bandvefsnuddið er framkvæmt með boltum og er hugsað til að losa um spennu í bandvef, mýkja vöðvahimnu líkamans og auka blóðflæðið í líkamanum.

Með þessari frábæru blöndu af styrktar-, teygju- og nuddæfingum færð þú kennslu og tól til að draga úr vöðvaspennu, bæta líkamsstöðu, draga úr streitu og flýta fyrir endurheimt.

Tíminn fer fram í 30° heitum sal. Þú vilt ekki missa af þessu!

Ath. Nauðsynlegt er að mæta með stórt handklæði eða eigin jógadýnu og nuddbolta (Plús boltar 2 saman í neti)

Plús boltar, 2 saman

4.990 kr
Varasalvi
3.500 kr
+
-