Trigger Point
Trigger Point er sjálfnuddandi aðferð þar sem unnið er á vöðvum, bandvef og trigger punktum ásamt teygjum.
Trigger Point hentar vel fyrir alla þá sem eru með eymsli og verki í vöðvum, vöðvabólgu, gigt, stirðleika í liðamótum, lélega hreyfifærni, sofa illa og eru að glíma við streitu. Trigger point eykur blóðflæði og endurnærir sogæðakerfið.
Við vinnum markvisst að losun spennu í bandvef og vöðvum líkamans með boltum og rúllu ásamt því að teygja.
Tíminn er kenndur í hlýjum sal!
Ath. nauðsynlegt er að koma með stórt handklæði, sinn eigin nuddbolta, helst tvo (fást í móttökunni) og gott að koma með langa 90cm nuddrúllu (í boði er samt að fá rúllu lánaða í Hreyfingu).