Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Bláa Lónið - sérkjör fyrir meðlimi

Gildir til 31. ágúst 2020.

 • Aðgangur í Bláa Lónið (Comfort) og húðvörugjöf
  Meðlimir fá Comfort aðgang í Bláa Lónið á 5.500 kr. ásamt húðvörugjöf, kísilmaska (30 ml). Kísilmaskinn (Silica Mud Mask) er fyrsta húðvara Bláa Lónins sem kom á markað fyrir 25 árum og er enn vinsælasta varan í húðvörulínunni. Gjöfina má sækja í verslun Bláa Lónsins, framvísa þarf virkum meðlima aðgangi í Hreyfingu undir Mínar síður á hreyfing.is
   
  (Aðeins er hægt að nýta aðgang ef bókað er fyrirfram. Hægt er að bóka fyrir alls fjóra í einu, börn 13 ára og yngri fá frítt í lónið og aldurstakmark er 2 ára.)

 • 25 % afsláttur af matseðli á veitingastaðnum Lava
  Til að nýta afsláttinn þarf að sýna fram á virkan aðgang í Hreyfingu við komu á Lava. Aðganginn má finna undir „Mínar síður“ á hreyfing.is.

 • Nudd í lóni með gistingu á Silica Hotel
  Við bókun á gistingu á Silica hóteli, fá meðlimir 30 mín. nudd í lóninu í kaupbæti (að andvirði 17.400 kr. per einstakling).

Til að bóka og fá frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver Bláa Lónsins í síma 420 8800 eða með tölvupósti á contact@bluelagoon.is