Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

HREYFING LOKAR TÍMABUNDIÐ

Í ljósi heimsfaraldurs Covid-19 og fyrirmæla íslenskra yfirvalda um hert samkomubann hefur Hreyfing lokað tímabundið frá og með þriðjudeginum 24. mars til og með 12. apríl nk.

Hreyfing mun bæta tímabilinu sem verður lokað sjálfkrafa aftan við áskriftir og kort meðlima.

NÝTT! Heimaæfingar fyrir meðlimi á Mínum síðum! 

Á tímum sem þessum er mikilvægt að við stöndum saman og gerum það sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu Covid-19.  

Hvað varðar áhrif lokunarinnar á störf þá verður reynt að verja þau eins og hægt er. Verið er að meta stöðuna þessa stundina en horft verður til úrræðis ríkisstjórnarinnar um greiðslu atvinnuleysisbóta vegna minnkandi starfshlutfalls.

Þó að stöðin sé lokuð fyrir viðskiptavinum þá mun starfsemin ekki öll stöðvast.  Við munum bjóða meðlimum okkar upp á fjarþjónustu í formi ýmiskonar æfingakerfa til heimaiðkunar inni á „Mínum síðum“ ásamt ýmiskonar heilsufræðslu, hvatningu og aðhaldi.  Þar verður einnig í boði að taka þátt í Myzone áskorun sem við hvetjum meðlimi til að taka þátt í. Myzone er öflugt tæki til að halda sér við efnið í þjálfun.Einnfremur munum við einbeita okkur að innri verkefnum, viðhaldsmálum, endurnýjun tækjasalar og stafrænni þróun. Markmið okkar er og verður að bæta enn upplifun gesta okkar og þjónustu svo að þegar opnað verður á ný séum við tilbúin í öfluga viðspyrnu.

Það skiptir höfuð máli á krefjandi tímum að við hugum að andlegri og líkamlegri heilsu okkar og gætum þess að hreyfa okkur daglega.  Þegar okkar daglegu venjur raskast er hætta á að  slakni á heilsuræktar áformum og sófinn og ísskápurinn fái aukið rými í lífsstíl okkar.  Slíkt setur heilsuna okkar í hættu.   Hreyfing mun stuðla að því eftir fremsta megni að meðlimir geti stundað fjölbreytta og áhrifaríka fjarþjálfun þar til við getum opnað á ný.

Við komumst í gegnum þetta saman.
Starfsfólk Hreyfingar.