Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Innrautt hitakerfi

Helstu kostir innrauða hitans

1. Aukinn liðleiki
Rannsóknir hafa sýnt að þjálfun í innrauðum hita getur gert fólki kleift að teygja á vöðvum allt að þrefalt meira en við stofuhita. 


2. Aukið blóðflæði
Innrauði hitinn reynist örva blóðflæðið og getur haft þau áhrif að blóðþrýstingur lækkar og súrefnisflæði til líffæra eykst og bætir hæfni líffæranna til að losa sig við eiturefni. 


3. Eiturefnalosun
Innrauði hitinn eykur svitamyndun sem hvetur ennfremur til eiturefnahreinsunar. 


4. Aukin hitaeiningabrennsla
Í hitanum hefur líkaminn meira fyrir því að kæla sig sem þarfnast orku. Innrauði hitinn eykur einnig efnaskiptin í blóði og vefjum sem einnig eykur orkunotkun. 


5. Verkjastilling
Þar sem innrauði hitinn nær upp auknum hita í vöðva, liðamót og vefi hefur það slakandi og losandi áhrif og hjálpar til við að lina króníska verki og ná fyrr bata.

Blóðsykursbyltingin
5.990 kr
+
-