Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Sóttvarnir í Hreyfingu - COVID19

Sótthreinsun og hreinlæti er tekið föstum tökum sem aldrei fyrr í takt við tilmæli frá heilbrigðisyfirvöldum.

Hámarksfjöldi í hóptímum hefur verið lækkaður og skráning er í alla hóptíma.

Virðum 1 meters regluna sem nú er í gildi! 

Mikilvæg skilaboð - virðum umgengnisreglurnar og gætum fyllsta hreinlætis!

Hreyfing, fæða og lífsstíll spila lykilhlutverk í því að styrkja ónæmiskerfið. Sterkt ónæmiskerfi er gulls ígildi þegar kemur að því að takast á við veirusýkingar. Það er því mikilvægt að halda áfram með líf sitt, vera  jákvæð og bjartsýn og ein besta leiðin til þess er m.a. að hreyfa sig.  Við hvetjum alla þá sem eru frískir til að koma til okkar í Hreyfingu, halda áfram að rækta heilsuna og æfa reglulega.

Það er margt sem við get­um gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mik­il­vægt að við leggjum okk­ur öll fram við að gæta fyllsta hreinlætis. 

Góð ráð í ræktinni:

 • Þvoum hendur vel með sápu fyrir og eftir æfingu.
 • Munum að skráning er í alla hóptíma.
 • Gætum þess vel að hafa gott bil á milli manna. 
 • Mætum með okkar eigin jógahandklæði á dýnuna.
 • Mætum með okkar eigin vatnsbrúsa. 
 • Gætum að hreinlæti við notkun vatnshana.
 • Notum sótthreinsispritt. 
 • Þrífum áhöld, tæki og tól vel fyrir og eftir notkun.
 • Forðumst að snerta augu, nef og munn með óhreinum höndum.
 • Ekki heilsast með faðmlagi eða handabandi.
 • Hóstum og hnerrum í pappír eða í olnbogabót og þvoum hendur vel á eftir.
 • Notum hanska.
 • Hreyfum okkur a.m.k. 30 mín. á dag og borðum næringaríka fæðu.
 • Ekki mæta í ræktina ef við finnum fyrir einhverjum mögulegum flensueinkennum.
 • Ekki mæta í ræktina ef við eigum að vera í sóttkví.

  Gætum fyllsta hreinlætis, gerum þetta saman, höldum ró okkar og hugsum vel um heilsuna.

Hreyfing er þekkt fyrir gott hreinlæti enda eitt af okkar gildum en nú gefum við í og gerum enn betur!

Jafnt og þétt yfir daginn eru algengustu snertifletir, tæki og tól þrifin og sótthreinsuð.

Sprittbrúsar eru aðgengilegir við alla hóptímasali, við vatnshana, tækjasal, afgreiðslu og víðsvegar um stöðina.

Við alla hóptímasali eru sótthreinsiefni svo hver og einn geti þrifið sitt áhald fyrir og eftir notkun.

Mikil áhersla hefur verið lögð á það frá heilbrigðisyfirvöldum að handþvottur með sápu skilar jafnvel betri árangri en að sótthreinsa hendur. Vaskur og handsápa er alltaf innan seilingar á öllum hæðum. Af þeirri ástæðu erum við ekki með sótthreinsispritt í búningsherbergjunum.