Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Eva Dögg

Eva Dögg er listrænn jógi sem hefur ástríðu fyrir heilsu og umhverfismálum. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur unnið sem yfirhönnuður hjá nokkrum dönskum tískumerkjum, en eftir að hún flutti til Íslands hefur hún aðllega unnið við markaðsstörf fyrir mismunandi fyrirtæki en starfar nú sjálfstætt hjá Rvk Ritual.
Eva er sem stendur að þróa sitt eigið "non toxic" snyrtivörumerki en hún hefur búið til sín eigin krem og smyrsl um árabil. Áður en Eva varð jógi var Eva dansari og tímarnir hennar bera klárlega merki þess. Jóga er akkerið í amstri dagsins hennar, sem hún hefur stundað í yfir fimmtán ár og kennir nú í Hreyfingu.

Helsta markmið Evu í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur er að veita fólki innblástur til að gera sitt besta og fara aðeins út fyrir þægindarammann, með því að rækta huga, líkama og sál.

Eva er tveggja barna móðir, vegan og trúir því að heilnæm nálgun á heilsu skipti mestu máli. 

Eva stundar sadhana á hverjum morgni og vaknar því eldsnemma. Besta byrjunin á deginum er heitt sítrónuvatn, þurrburstun, köld sturta, öndun, hugleiðsla og svo stór bolli af matcha!

Lesa meira

Eva Dögg er listrænn jógi sem hefur ástríðu fyrir heilsu og umhverfismálum. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur unnið sem yfirhönnuður hjá nokkrum dönskum tískumerkjum, en eftir að hún flutti til Íslands hefur hún aðllega unnið við markaðsstörf fyrir mismunandi fyrirtæki en starfar nú sjálfstætt hjá Rvk Ritual.
Eva er sem stendur að þróa sitt eigið "non toxic" snyrtivörumerki en hún hefur búið til sín eigin krem og smyrsl um árabil. Áður en Eva varð jógi var Eva dansari og tímarnir hennar bera klárlega merki þess. Jóga er akkerið í amstri dagsins hennar, sem hún hefur stundað í yfir fimmtán ár og kennir nú í Hreyfingu.

Helsta markmið Evu í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur er að veita fólki innblástur til að gera sitt besta og fara aðeins út fyrir þægindarammann, með því að rækta huga, líkama og sál.

Eva er tveggja barna móðir, vegan og trúir því að heilnæm nálgun á heilsu skipti mestu máli. 

Eva stundar sadhana á hverjum morgni og vaknar því eldsnemma. Besta byrjunin á deginum er heitt sítrónuvatn, þurrburstun, köld sturta, öndun, hugleiðsla og svo stór bolli af matcha!

Aðrir kennarar