Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Nadia

Nadia Jamchi æfði skauta í fimmtán ár og varð Íslandsmeistari í listdansskautum í unglingaflokki árið 2010 og í kvennaflokki árið 2014, ásamt því að taka þátt í ýmsum alþjóðlegum mótum með landsliðinu.  Auk þess að starfa sem kennari hjá Hreyfingu vinnur hún sem þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún þjálfar nemendur í ís- og styrktarþjálfun og er aðaldanshöfundur félagsins.

Að auki stundar hún nám í sjúkraþjálfun og stefnir á að útskrifast sem löggiltur sjúkraþjálfari vorið 2019. 

Skemmtilegasta líkamsræktin?
Ég nýt þess að fara í þoltíma og láta virkilega reyna á úthaldið. En síðan er Barre-kerfið líka svo skemmtilegt því þar tengjast æfingarnar tónlistinni sem er spiluð og gaman er að finna hversu sterkur hægt er að verða með því að nota aðallega eigin líkamsþyngd í æfingunum.

Lesa meira

Nadia Jamchi æfði skauta í fimmtán ár og varð Íslandsmeistari í listdansskautum í unglingaflokki árið 2010 og í kvennaflokki árið 2014, ásamt því að taka þátt í ýmsum alþjóðlegum mótum með landsliðinu.  Auk þess að starfa sem kennari hjá Hreyfingu vinnur hún sem þjálfari hjá Skautafélagi Reykjavíkur þar sem hún þjálfar nemendur í ís- og styrktarþjálfun og er aðaldanshöfundur félagsins.

Að auki stundar hún nám í sjúkraþjálfun og stefnir á að útskrifast sem löggiltur sjúkraþjálfari vorið 2019. 

Skemmtilegasta líkamsræktin?
Ég nýt þess að fara í þoltíma og láta virkilega reyna á úthaldið. En síðan er Barre-kerfið líka svo skemmtilegt því þar tengjast æfingarnar tónlistinni sem er spiluð og gaman er að finna hversu sterkur hægt er að verða með því að nota aðallega eigin líkamsþyngd í æfingunum.

Aðrir kennarar