Fara yfir á efnissvæði
Mínar síður
Tímatafla

Sigrún Elfa Snæbjörnsdóttir

Sigrún Elfa er orkumikil og geislandi enda eru útivist og ferðalög aðaláhugamálið - ásamt hreyfingu - að sjálfsögðu. Hún hefur mikla þörf á að hreyfa sig mikið og segir að þá fái hún ekki bara líkamlega útrás heldur kyrri hún hugann og fyllist af vellíðan.

Tímarnir hennar eru fyrir fólk sem vill taka virkilega vel á því. Þeir eru krefjandi og góð blanda af þol og styrktarþjálfun. Tilvaldir fyrir þá sem vilja bæta hlaupaþolið.

Hún segir lykillinn að því að ná árangri í ræktinni sé fyrst og fremst stöðugleiki: Það að mæta reglulega og gera hreyfingu að hluta af daglega lífinu.


Hvaðan færðu orkuna þína?
"Ég fæ orkuna mína úr eigin hvatningu og viljanum til að gera betur og ná markmiðunum mínum. Svo er plöntufæði líka lykilatriði, það hefur gert mjög mikið fyrir heilsuna mína almennt, árangur á æfingum og andlega líðan." 

Lesa meira

Sigrún Elfa er orkumikil og geislandi enda eru útivist og ferðalög aðaláhugamálið - ásamt hreyfingu - að sjálfsögðu. Hún hefur mikla þörf á að hreyfa sig mikið og segir að þá fái hún ekki bara líkamlega útrás heldur kyrri hún hugann og fyllist af vellíðan.

Tímarnir hennar eru fyrir fólk sem vill taka virkilega vel á því. Þeir eru krefjandi og góð blanda af þol og styrktarþjálfun. Tilvaldir fyrir þá sem vilja bæta hlaupaþolið.

Hún segir lykillinn að því að ná árangri í ræktinni sé fyrst og fremst stöðugleiki: Það að mæta reglulega og gera hreyfingu að hluta af daglega lífinu.


Hvaðan færðu orkuna þína?
"Ég fæ orkuna mína úr eigin hvatningu og viljanum til að gera betur og ná markmiðunum mínum. Svo er plöntufæði líka lykilatriði, það hefur gert mjög mikið fyrir heilsuna mína almennt, árangur á æfingum og andlega líðan." 

Aðrir kennarar