Umsagnir frá þátttakendum um námskeiðin

23 október 2013

Mig langar að koma á framfæri þakklæti til Hreyfingar að halda námskeiðið Þrennuna og bið ykkur um að halda vel og lengi í Fríðu þjálfara. Hún er með allt sem góður þjálfari þarf að búa yfir, hvatningu, nærgætni, hlýju, hörku, uppátektasemi, húmor og þekkingu á þjálfun. Þrennu námskeiðið er eitt besta, langbesta námskeið sem ég hef sótt í Hreyfingu. Kostir þjálfarans og fjölbreytnin vega þar þungt. Aðstaðan í Hreyfingu er frábær, hreinleg og björt. Stelpurnar á safabarnum standa sig frábærlega. Svo má ekki gleyma vefsvæðinu sem er enn einn lykillinn að árangri.
-Ásdís

Þetta er annað námskeiðið sem ég fer á og ég er búin að skrá mig á næsta námskeið :) Í upphafi fannst mér þetta hræðilega dýrt, en ekki lengur því ég fæ ótrúlega mikið fyrir peninginn! Mér hefur tekist að gera góðar breytingar á lífsstílnum með því að vera dugleg að mæta og leggja mig fram í tímum (Ásrún telur manni alltaf trú um að maður geti „aðeins“ meira). Ég finn styrkinn aukast jafnt og þétt og lífsgæði mín eru mun betri. Mataræðið hefur lagast mikið og ég er mun meðvitaðri um hvað ég læt ofan í mig (bless gos, nammi, unninn matur og ruslfæði… halló hollusta, ferskleiki og VATN). Fræðsluefnið er fínt og tölvupóstarnir sem koma reglulega eru hvetjandi og halda manni við efnið. Þetta námskeið fær 11 í einkunn, af 10 mögulegum, frá mér. Frábærir tímar með góðum þjálfara, stöðug og góð fræðsla, engir öfgar, engin megrun, ekkert átak. Á þessu námskeiði fær maður í hendur verkfæri og stuðning til að breyta lítstílnum til frambúðar. Hver og ein setur sér sín persónulegu markmið og fer á sínum hraða. Ég hlakka til að halda áfram að mæta í tímana til Ásrúnar og í staðinn fyrir að eyða aðventunni í að troða mig út af smákökum og mjólk, þá ætla ég að verja henni í hreyfingu og gleði :) … og njóta þess að borða uppáhalds smákökurnar í hófi.


Ég gaf fullt hús stiga af því að ég er hæstánægð með árangurinn, ég hef aldrei tekið mig svona vel á og þetta er alveg rosalega gott námskeið. Sérstaklega fannst mér líka gott hvað þið þjálfararnir hafið verið þægilegar og aðgengilegar ef maður hefur þurft að spyrja ykkur. Annars undra ég mig mest á því að ég hef mjög mikla löngun til þess að fara í spinning tíma en það er auðvitað bara af því að þið hafið vakið áhuga okkar á spinning, og sýnt okkur að það getur verið góð útrás og skemmtun að taka virkilega vel á því. Ég býst sterklega við því að ég muni skrá mig á námskeið hjá ykkur aftur.

Að mæta í tíma með öðrum hjá góðum kennara held ég að séu bara bestu kaupin í líkamsrækt. Þú ert látin gera æfingar sem þú hefur ekki hugmyndaflug í sjálf (a.m.k. ekki ég), æfa vöðva og auka styrk á fjölbreyttan og skynsamlegan hátt. Mér finnst ég hafa fengið fullt fyrir peninginn þegar ég er búin að fara í góðan tíma.

Mataræðisleiðbeiningarnar eru í tiltölulega víðum ramma sem hentar mér vel. Forðast sykur, draga úr fituneyslu, auka grænmeti og ávexti finnst mér vera lykillinn að þessu, án þess að sturlast í einhverju prógrammi sem ég nenni alls ekki og passar ekki inn í fjölskyldulífið. Nú langar mig bara til að reyna að ganga svolítið lengra. Aðeins meira grænmeti og ávextir ... oftar fiskur og fitusnauðari matreiðsluaðferðir, ég kann þetta allt, þarf bara áminningu og örlítið aðhald. Ég missti ekki mörg kíló en ég veit hvernig ég get gert það ... en ég missti fullt af cm og minnkaði fituprósentuna.

Ég verð að segja að ég er afskaplega ánægð er að byrja aftur í Hreyfingu eftir langt hlé og var ekki búin að gera mér grein fyrir því hvílíkur munur er á Hreyfingu og öðrum líkamsræktarstöðvum( hef verið í World class ), hvað varðar fagmennsku, metnað og annað. Þurfti að hætta í smá stund til að læra gott að meta en hvílíkur munur bæði á þessu lokaða námskeiði og öðrum opnum tímum. Ekki hægt að líkja þessu saman. Ég er alsæl og langar að fara á annað námskeið núna í okt.

Þetta er nákvæmlega námskeiðið sem ég þurfti, vildi bæta þol og styrk um leið og ég tók mataræðið EXTRA í gegn, algjörlega sykurlaust, en það sem mér fannst frábærast var hvað það blandaðist vel við þær sem ætluðu ekki að missa nein kíló og voru í góðum málum í mataræði og þær sem voru virkilega að taka það í gegn.  Þetta má auðvitað þakka vönduðum vinnubrögðum hjá þeim sem settu saman þetta námskeið, svo ekki sé minnst á hana Guðbjörgu sem er algjör þungavigtarmanneskja í þessu,ég veit að ég tala fyrir hönd okkar flestra á námskeiðinu og það er umtalað hversu frábær í alla staði hún er, alltaf hress, vandvirk, áhugasöm og svo auðvitað æðislegur kennari.  Ég tók sjálf tvöfalda tíma, þ.e.a.s líka tímana kl: 09 á eftir Elítunni svo nú er ég að springa úr orku og líður eins og ég eigi heiminn, ég mæli nú þegar með þessu við þá sem hafa spurt mig um þetta námskeið og ætla að skella mér aftur eftir áramót, takk fyrir mig?

Frábært námskeið! Það var alveg ótrúlegt að sjá árangurinn sem ég hlaut á þessum 6 vikum! Í fyrsta tímanum gat ég rétt svo gert 3 armbeygjur og örfáar upphífingar og gafst svo upp. En á fimmtu viku var maður farinn að gera óteljandi af hvoru tveggja sem og það að taka mun þyngri lóð en í byrjun. Það sem er svo frábært við þetta námskeið er líka það að kennarar leggja sig fram við að gera nokkrar tillögur að æfingum þ.e. erfiðleikastig þeirra. Svo þeir sem vilja ögra sér meira geta gert erfiðustu útgáfuna meðan aðrir sem ekki treysta sér til gera aðeins auðveldari. Ég náði að byggja upp mikinn vöðvastyrk á þessum 6 vikum og sömuleiðis margfaldaðist þolið. Ég náði af mér 3% af fitu og talsvert af ummáli. Þannig ég er mjög sátt við frammistöðu mína! Einnig er vel haldið utan um mataræðið og mér fannst ég í raun komast að leyndarmálinu á bakvið það hvernig maður losnar við EILÍFA sætindaþörf eins og er lofað í námskeiðslýsingunni. Ég var ein af þeim sem varð að fá eitthvað sætt og gott eftir hverja þunga máltíð nánast en núna er það vandamál horfið!! Það er einn af stærtu sigrunum í þessu öllu finnst mér. Ég hvet þess vegna allar konur sem þurfa að ná af sér þessum síðustu 3-5 og vilja komast í gott form til þess að prófa þetta námskeið:) Ég sé ekki eftir þessum krónum sem námskeiðið kostar!

Þið eruð að bjóða upp á námskeið sem ég held að hljóti að vera þau bestu á landsmælikvarða og þó víðar væri farið. Ég er búin að vera á námskeiðum hjá Eyrúnu en ætla núna að taka hlé á því. Eftir námskeiðin get ég sagt: Frábær kennari, frábær aðstaða, frábært æfingaprogram , ráðgjöf og aðhald, frábær árangur. Hvað er hægt að biðja um meira?
- Marta K. Sigmarsdóttir

Ég er ein af þeim sem er mjög ánægð með námskeiðið. Ég er í Árangri hjá Ásrúnu og líkar mjög vel. Aðstaðan er til fyrirmyndar, æfingarnar hæfilega erfiðar í byrjun og hverjum og einum er leyft að fara þetta á sínum hraða, en með hvatningu þó. Maður finnur hvernig þolið og getan eykst smám saman. Kennarinn er bara frábær, hress og mátulega ströng. Mér finnst gaman að koma í ræktina og púla sem er eiginlega alveg nýtt fyrir mér. Svo ég er búin að skrá mig á framhaldsnámskeiðið og hlakka bara til að halda áfram!
- Ólöf Elísabet Þórðardóttir

Ég er í Árangri í tímum hjá Önnu og líkar mjög vel. Anna er frábær og skemmtilegur kennari og æfingarnar hjá henni eru mjög fjölbreyttar. Ég finn hvernig þolið eykst með hverjum tímanum og auðveldara verður að gera æfingarnar. Hlakka til að mæta í hvern tíma hjá henni!
- Elín Helgadóttir

Gjafakortið sem ég fékk frá vinnufélögnum hitti aldeilis í mark. Besta gjöf sem ég hef fengið. Hafði ekki hreyft mig markvisst í 3 ár. Skráði mig í Árangur og hef með þrotlausu púli, ánægju og svita hjá Gurrý þjálfara náð þeim árangri sem ég vænti. Aðstaðan er til fyrirmyndar, umhverfið notalegt og starfsfólkið elskulegt. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti til að koma mér af stað í áframhaldandi þjálfun í framtíð, því líðanin er svo stórkostleg eftir tímana.
- Kristín Högnadóttir 52 ára.

Elítan námskeiðið kom mér skemmtilega á óvart en ég þekkti ekkert til líkamsræktarstöðvarinnar áður né kennaranna. Æfingaprógrammið var vel uppbyggt, frábært aðhald með hollu mataræði og mælingum og kennarinn var fjölhæf og mannleg. Eftir öll árin, alla tímana sem ég hef eytt í líkamsrækt án árangurs (aldrei fuku kílóin) þá er árangurinn á aðeins 4 vikum ótrúlegur. Loksins lærði ég hvað þarf til að losna við aukaþyngd og laga línurnar, án sveltis.
- Bergþóra Reynisdóttir

Ég hef verið í Hreyfingu í gegnum árin og alltaf líkað mjög vel. Ég ákvað að fara í árangurshópinn þar sem mig vantaði eitthvað nýtt til að koma mér í enn betra form. Ég sé ekki eftir því! Tímarnir hjá Ágústu eru frábærir; mjög fjölbreyttar og krefjandi æfingar með nýju sniði sem hafa komið mér í mjög gott form á nokkrum vikum. Aðstaðan er til fyrirmyndar og punkturinn yfir i-ið eru heitu pottarnir eftir púlið!
- Sjöfn Helgadóttir

Við erum þrjár vinkonur sem fórum saman á byrjenda átaksnámskeið hjá Ásrúnu. Við viljum hrósa og þakka fyrir skemmtilega og fjölbreytta tíma. Hvatningin í tímum er ómetanleg og gerir það að verkum að við gerum alltaf okkar besta. Við fáum að vinna á okkar hraða og mið er tekið af getu hvers og eins. Tímarnir eru að skila árangri sem við sjáum í hverri viku í mælingum.
- Ellen, Svandís og Tinna

Í fyrsta sinn í 20 ár finnst mér átakið skemmtilegt. Tímarnir fjölbreyttir, aðstaðan frábær og kennararnir þeir bestu. Árangurinn lætur ekki á sér standa og eftir tvö námskeið er enginn vafi á að Hreyfing verður áfram hluti af mínu lífi.
- Rakel Sveinsdóttir, 39 ára.

Ég er búin að vera á námskeiði hjá Ágústu og hef verið mjög sátt við tímana. Ótrúlega mikil hvatning í gangi og eru spinning tímarnir sérstaklega skemmtilegir og vel uppbyggðir. Mann hlakkar til að mæta og taka á.
- Gyða Sigurjónsdóttir

Árangur framhald námskeiðið kom mér skemmtilega á óvart og fór langt fram úr mínum væntingum. Eyrún er virkilega hvetjandi og skemmtileg, krafturinn og gleðin frá henni er bráðsmitandi! "Það er sko ekkert gefið eftir hér!" hljómar í eyrunum langt út fyrir sjálfa tímana.
- Ásta Sigurjónsdóttir.

Eftir talsvert hreyfingarleysi til langs tíma þá var þetta námskeið algjörlega það sem ég þurfti til að koma mér af stað. Alveg frábært á allan hátt og ég verð sérstaklega að nefna frábæran kennara.
- Klara Sigurbjörnsdóttir

Ég var að klára fjórða námskeiðið og ætla pottþétt á það fimmta:)
Ein besta þjálfun sem ég hef fengið,aðhaldið frábært og þjálfarinn fyrsta flokks og árangurinn hefur ekki látið á sér standa.
- Erna Grétarsdóttir

Námskeiðið fékk mig til að trúa aftur á sjálfa mig. Ég var búin að vera í „pásu“ í ár og fannst ég ekki lengur eiga heima á líkamsræktarstöðvum, en eftir námskeiðið líður mér eins og ég geti labbað inn í hvern einasta tíma í Hreyfingu og fylgt hinum eftir. Það var líka frábært að fá aðgang að stöðinni á meðan á námskeiðinu stóð, þetta hjálpaði mér að sjá að ég átti alveg heima í Hreyfingu. Þetta námskeið var eitthvað sem ég þurfti til að koma mér aftur af stað, heilbrigt matarræði en ekki megrunarkúr og mjög skemmtilegir tímar hafa hjálpað mér að horfa á þetta sem lífstíl en ekki eitthvað sem endist í 6 vikur og síðan tekur aftur árs „pása“ við. Ég mæli því eindregið með árangursnámskeiði hjá Hreyfingu.
- Kristín Stefanía Þórarinsdóttir.

Frábærir tímar og sérlega skemmtilegar konur með mér á námskeiðinu, síðast en ekki síst yndislegur kennari gerði það að verkum að ég vildi ekki missa af einum einasta tíma.
Góðu ráðin og uppskriftir nokkrum sinnum í viku komu sér afar vel.
- Brynja Kristjánsdóttir

Ég hef verið á námskeiði Árangur framhald hjá Eyrúni, þetta er alveg frábært námskeið hugsað vel um alla og munað vel eftir öllum. Mælingar einu sinni í viku þannig að aðhaldið er frábært. Tímarnir byrja með góðri 30 mín upphitun og síðan taka styrktaræfingar við,aðstaðan er til fyrimyndar og frábær mórall meðal allra bæði starfsfólks og kúnna.
- Mjöll Daníelsdóttir

Ég var á námskeiðinu Árangur hjá Önnu Eiríks og verð að segja að það hefur farið langt framúr mínum væntingum. Það er svo frábært að sjá fólk á öllum aldri í mismunandi formi fá hámarksárangur út úr sama tímanum, því æfingarnar eru svo fjölbreyttar og sniðnar að getu hvers og eins. Svo er náttúrulega kennarinn alveg frábær í alla staði og það spillir sko ekki fyrir. Ég bíð spennt eftir framhaldsnámskeiði.
- Ásdís Björk Pétursdóttir

Mig langaði að þakka fyrir gott námskeið.
Ég er búin að ná af mér 5kg á aðeins fjórum vikum og það eina sem ég hef gert er að mæta í tímana og fara eftir lágasykurstuðuls leiðbeiningunum í litla heftinu. Matarræðið hefur batnað hjá allri fjölskyldunni, var nú ekki neitt svo slæmt fyrir en nú er gripið í ávexi og flatkökur í stað t.d. pylsubrauða sem yngsti meðlimurinn gat lifað á. Tímarnir eru frábærir, fjölbreyttir og fá mann til að gera sitt allra besta og aðeins meir en það. Það er góð tilfinning að finna hvernig maður er að styrkjast og getur alltaf gert aðeins meir en í síðasta tíma. 
Mitt er valið og þetta er árið mitt, eru nýju mottóin mín.
- Takk fyrir. Jóna Björk

Einstakt námskeið þar sem ég upplifi mikla fagmennsku og metnað fyrir mína hönd að ná árangri. Mikil stemmning í tímunum og samstaða í hópnum þar sem enginn samanburður ríkir né keppni, nema við sjálfa þig.
- Jónína K.

- Þetta er albesta aðhaldsnámskeið sem ég hef farið á um ævina. Hvatningin, leiðbeiningarnar og kennslan voru svo framúrskarandi að ég hef aldrei verið eins ánægð. Þetta er besta fjárfestingin sem ég gerði í mörg ár - eignaðist betri heilsu, meiri vellíðan og upplifði skemmtilega tíma með frábærum kennara. Vanlíðan, svefnleysi, höfuðverkur og vöðvabólga...allt horfið eftir að ég byrjaði á árangursnámskeiðunum. :o)

- Ég missti vinnuna um áramótin og dreif strax í því að skrá mig á námskeið hjá Hreyfingu og tók svo framhaldsnámskeið eftir fyrsta námskeiðið. Það að mæta í Hreyfingu og njóta félagsskapar frábærra kvenna um leið og ég hef komið mér í form hefur orðið til þess að draga úr neikvæðum áhrifum atvinnumissisins. Bæði hef ég haft nóg fyrir stafni við að rækta sjálfa mig og að auki notað besta geðlyf í heimi - hreyfingu og líkamsrækt.

Ég mun og hef hiklaust mælt með árangursnámskeiðunum. Í fyrsta skipti á æfinni finnst mér ég komin á beinu brautina í líkamsræktinni og líður betur en nokkru sinni fyrr. Það er frábær tilfinning að finna árangur bæði að innan og ekki síst að utan :)

Mæli 100% með Árangur-karlar námskeiðunum, frábærir leiðbeinendur, árangur fram úr vonum, rúm 8kg farin, allur hressari og í betra formi en ég hef verið í í áraraðir.

Námskeiðið virkaði ótrúlega vel á mig. Fyrsta dagurinn var vendipunkturinn í að koma sér af stað, hvetjandi, fagmannlegur, uppbyggjandi og lyfti námskeiðinu á hærra plan! Heilsulindin fór fram úr mínum væntingum, góð stemning, heimilisleg, snyrtileg, hreinleg og besta búnings og sturtuaðstaða sem ég hef prófað! Hef prófað flestar! Guðbjörg á svo stærstan hlutann í því að ég ætla að halda áfram hjá ykkur ? Hún er frábær..Takk fyrir mig.

Ég verð að segja að ég er afskaplega ánægð er að byrja aftur í Hreyfingu eftir langt hlé og var ekki búin að gera mér grein fyrir því hvílíkur munur er á Hreyfingu og öðrum líkamsræktarstöðvum( hef verið í World class ), hvað varðar fagmennsku, metnað og annað. Þurfti að hætta í smá stund til að læra gott að meta en hvílíkur munur bæði á þessu lokaða námskeiði og öðrum opnum tímum. Ekki hægt að líkja þessu saman. Ég er alsæl og langar að fara á annað námskeið núna í okt.

Þetta er nákvæmlega námskeiðið sem ég þurfti, vildi bæta þol og styrk um leið og ég tók mataræðið EXTRA í gegn, algjörlega sykurlaust, en það sem mér fannst frábærast var hvað það blandaðist vel við þær sem ætluðu ekki að missa nein kíló og voru í góðum málum í mataræði og þær sem voru virkilega að taka það í gegn. Þetta má auðvitað þakka vönduðum vinnubrögðum hjá þeim sem settu saman þetta námskeið, svo ekki sé minnst á hana Guðbjörgu sem er algjör þungavigtarmanneskja í þessu,ég veit að ég tala fyrir hönd okkar flestra á námskeiðinu og það er umtalað hversu frábær í alla staði hún er, alltaf hress, vandvirk, áhugasöm og svo auðvitað æðislegur kennari. Ég tók sjálf tvöfalda tíma, þ.e.a.s líka tímana kl: 09 á eftir Elítunni svo nú er ég að springa úr orku og líður eins og ég eigi heiminn, ég mæli nú þegar með þessu við þá sem hafa spurt mig um þetta námskeið og ætla að skella mér aftur eftir áramót, takk fyrir mig?

Árangur Elítan: Góðir tímar fyrir vanar. Gott að fá svona spark í rassinn. Brennsluskýrslan gerir mikið og hvetur. Elítu-kúrinn mjög góður, heldur manni algerlega frá sykri. Mann langar ekki einu sinni í súkkulaði, eins og ég er mikill nammigrís.
Uppskriftirnar og bréfin alveg frábær.

Ég gaf fullt hús stiga af því að ég er hæstánægð með árangurinn, ég hef aldrei tekið mig svona vel á og þetta er alveg rosalega gott námskeið. Sérstaklega fannst mér líka gott hvað þið þjálfararnir hafið verið þægilegar og aðgengilegar ef maður hefur þurft að spyrja ykkur. Annars undra ég mig mest á því að ég hef mjög mikla löngun til þess að fara í spinning tíma en það er auðvitað bara af því að þið hafið vakið áhuga okkar á spinning, og sýnt okkur að það getur verið góð útrás og skemmtun að taka virkilega vel á því. Ég býst sterklega við því að ég muni skrá mig á námskeið hjá ykkur aftur.

Að mæta í tíma með öðrum hjá góðum kennara held ég að séu bara bestu kaupin í líkamsrækt. Þú ert látin gera æfingar sem þú hefur ekki hugmyndaflug í sjálf (a.m.k. ekki ég), æfa vöðva og auka styrk á fjölbreyttan og skynsamlegan hátt. Mér finnst ég hafa fengið fullt fyrir peninginn þegar ég er búin að fara í góðan tíma.

Mataræðisleiðbeiningarnar eru í tiltölulega víðum ramma sem hentar mér vel. Forðast sykur, draga úr fituneyslu, auka grænmeti og ávexti finnst mér vera lykillinn að þessu, án þess að sturlast í einhverju prógrammi sem ég nenni alls ekki og passar ekki inn í fjölskyldulífið. Nú langar mig bara til að reyna að ganga svolítið lengra. Aðeins meira grænmeti og ávextir ... oftar fiskur og fitusnauðari matreiðsluaðferðir, ég kann þetta allt, þarf bara áminningu og örlítið aðhald. Ég missti ekki mörg kíló en ég veit hvernig ég get gert það ... en ég missti fullt af cm og minnkaði fituprósentuna.

Fylgstu með okkur #hreyfing