*Cyclothon hjólanámskeið

Hefst 16. janúar

8 vikna námskeið fyrir konur og karla

Þjálfari: Karen Axelsdóttir (afleysingaþjálfari er Lilja Birgisdóttir)  

Þátttakendur velja sér hóp en mega mæta á öðrum tímum ef það er laust. Hægt að er að taka 2-2.5 klst hjólaæfingu á laugardögum (11:00-13:30) ef það eru laus hjól í seinni tímanum.

Uppbygging tíma:

Markmiðið er að komast í þitt besta hjólaform sem nýtist til heilsubótar og/eða til að geta tekið þátt í hjólreiðaviðburðum eins og Wow cyclothon og öðrum hjólreiðaviðburðum næsta vor. Á fyrsta námskeiði verður áherslan á að komast í gott grunnform, læra réttan pedalasnúning og líkamsbeitingu. Æfingarnar henta jafnt nýliðum sem keppnisfólki þar sem auðvelt er að aðlaga æfingar innandyra að þörfum allra. Stöðumat verður tvisvar á tímabilinu til að setja sér markmið og sjá framfarir. Í tímunum er notast við nýjustu tækni vatta og púlsmæla sem gera æfingarnar mun markvissari og skemmtilegri. Þjálfari miðlar af áralangri reynslu um hjólreiðar og keppnisreynslu. Þátttakendur þurfa engan sérstakan bakgrunn bara góða skapið og vilja til að komast í betra hjólaform.

Dæmigerð uppbygging hverrar viku:

Þriðjudagar: Tækniæfingar, brekkur og styttri áreynslukaflar.
Fimmtudagar: Lengri áreynslukaflar 5-12 mín, mest á 85-90% álagi.
Laugardagar: Lengri og auðveldari áreynslukaflar 65-75% með brekkuæfingum. Landslags (e. virtual reality) og fræðslumyndbönd eru mikið notuð á laugardögum.

Innifalið:
Þjálfun 3x í viku
Aðgangur að lokaðri Facebooksíðu hjólahópsins.
Aðgangur að MYZONE púlsmælakerfi
Aðgangur að lokuðu heimasvæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu
Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
Aðgangur að útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum

Á laugardögum þarf að velja milli tveggja kosta (1 eða 2) og er skráning í þá tíma hjá þjálfara - fyrstur kemur fyrstu fær.

1. Kl 11:00 - 12:30 Hjólað er í 60 mín en seinni 30 mín verða styrktar og liðleikaæfingar sérstaklega fyrir hjólafólk.

2. Kl 12:00 - 13:30 er 90 mín samfelld hjólaæfing.  Lengra komnir og keppnisfólk geta hjólað tvöfaldan tíma ef laust er í seinni tíma

Þjálfari er margfaldur methafi og ein reyndasta og sigursælasta hjólreiðakona íslands

 

Verð: 45.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 23.990 kr.
CT1 Tími Kennari Karen AxelsdóttirKaren AxelsdóttirKaren Axelsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 4Salur 4+1
CT2 Tími Kennari Karen AxelsdóttirKaren AxelsdóttirKaren Axelsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 4Salur 4+5

Fylgstu með okkur #hreyfing