*Heilsuáskorun (kvk)

Hefst 30. október!

8 vikna átaksnámskeið fyrir konur.

Sérlega áhrifaríkt 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin fyrir fullt og allt.
 
Á námskeiðinu er mikil áhersla á stuðning, fræðslu og aðhald. Þú getur verið viss um að Heilsuáskorun mun breyta lífi þínu til hins betra, takir þú fullan þátt í því. Þú lærir að tileinka þér varanlega lífsstíl sem bætir heilsu þína, líðan og útlit svo um munar. Þú setur þér skýr markmið sem þú vinnur markvisst að. 
 
Gleði, kraftur, stuðningur og aðhald eru lykilþættir í þessu 8 vikna námskeiði. Þú nærð tökum á þínum málum í eitt skipti fyrir öll. Taktu heilsuna þína föstum tökum, sláðu til og taktu þátt í Heilsuáskorun Hreyfingar. 
 
Innifalið:
Lokaðir tímar 3x í viku
Sérstakt mataræði, tekist á við sykurlöngunina og þú losar þig við aukakílóin varanlega
Sérhannað brennsluæfingakerfi sem hámarkar fitubruna
Boditrax - nákvæm ástandsmæling ­ fyrir og eftir
Fyrirlestur hjá Dr. Grétu Jakobsdóttur næringarfæðing
Vikuleg vigtun
Þú færð reglulega tölvupóst með fræðslu og fróðleik um þjálfun og heilsu
Lokaður Facebook hópur sem minnir þig á markmiðin og hjálpar þér að halda þér við efnið
Aðgangur að lokuðu heimasvæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu
Ótakmarkaður aðgangur að opnum tímum og tækjasal
Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum


Helena Konráðs kom á námskeið hefur lést um 18kg!

"Ég byrjaði á námskeiði í Hreyfingu í september 2015 og hafði þá þyngst töluvert vegna heilsubrests og barneigna. Í gegnum tíðina hef ég verið að æfa í Hreyfingu og vissi því að námskeið myndi hjálpa mér að setja eigin heilsu í forgang og ná markmiðum mínum sem voru metnaðarfull. Aðal áherslan hjá mér var að líða betur andlega jafnt sem líkamlega og gefa sjálfri mér tíma til sjálfsræktar. Auk þess er ég í dag búin að missa allt í allt 18 kg frá því í upphafi en þyngdartapið var algjör bónus. Á ferðalaginu hef ég breytt og bætt markmiðum mínum, tekist á við áskoranir og langað til að hætta en jafnframt hefur þetta ferðalag kennt mér það að ég get það sem ég ætla mér. Aðhaldið, stemningin, æfingarnar og kennarinn voru það sem ýtti mér áfram, hvatti mig og hélt mér á tánum.  Ótrúlega persónulegt og hvetjandi námskeið sem fær mín allra bestu meðmæli."


Hér getur þú séð sýnishorn af æfingunum:
 
Skráning er hafin hér og í síma 414-4000

Ath. Velkomið að skipta greiðslu á kort eða í heimabanka með því að hringja í síma 414 4000. Greiðsluskipting kostar 1000 kr.

 

Verð: 44.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 22.990 kr.
H1 Tími Kennari Stína EinarsStína EinarsStína Einars Staðsetning Salur 1Salur 2Salur 4
H2
Tími Kennari María / HerdísMaría / HerdísMaría / Herdís Staðsetning Salur 1Salur 4Salur 2
H3 Tími Kennari Ásrún ÓlafsdóttirÁsrún ÓlafsdóttirÁsrún Ólafsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 1Salur 2
H4
Tími Kennari Ásrún ÓlafsdóttirÁsrún ÓlafsdóttirÁsrún Ólafsdóttir Staðsetning Salur 2Salur 4Salur 1

Fylgstu með okkur #hreyfing