*Árangur (kvk)

Hefst 7. maí

8 vikna átaksnámskeið fyrir konur
 
Sérlega áhrifaríkt 8 vikna námskeið fyrir þær sem vilja losna við aukakílóin fyrir fullt og allt. Á námskeiðinu er mikil áhersla á stuðning, fræðslu og aðhald. Þú getur verið viss um að Árangur mun breyta lífi þínu til hins betra, takir þú fullan þátt í því. Þú lærir að tileinka þér varanlega lífsstíl sem bætir heilsu þína, líðan og útlit svo um munar. Þú setur þér skýr markmið sem þú vinnur markvisst að. Gleði, kraftur, stuðningur og aðhald eru lykilþættir í þessu 8 vikna námskeiði. Þú nærð tökum á þínum málum í eitt skipti fyrir öll. Taktu heilsuna þína föstum tökum, sláðu til og taktu fyrsta skrefið í átt að þínum árangri.
 
Innifalið:
Lokaðir tímar 3x í viku
Upplýsingar um mataræði sem minnkar sykurlöngunina og þú losar þig við aukakílóin varanlega
Sérstaklega samsett æfingakerfi sem hámarkar fitubruna
Vikuleg vigtun
Þú færð reglulega tölvupóst með fræðslu og fróðleik um þjálfun og heilsu
Lokaður Facebook hópur sem minnir þig á markmiðin og hjálpar þér að halda þér við efnið
Aðgangur að lokuðu heimasvæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu
Ótakmarkaður aðgangur að opnum tímum og tækjasal
Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum
 
Brynja breytti um lífsstíl og náði sínum markmiðum
Öll vitum við hvað það er mikilvægt að hreyfa sig reglulega. En oft er hægara sagt en gert að koma sér af stað. Mín gæfa var að velja Hreyfingu þegar ég fór á mitt fyrsta líkamsræktarnámskeið. Þar tekur starfsfólk í afgreiðslu alltaf á móti gestum með bros á vör, þjálfarar eru frammúrskarandi, aðstaða og tæki fyrsta flokks og aðrir gestir gefa frá sér orku og smitandi gleði þegar æft er í hóp. Í samvinnu við þjálfara Hreyfingar hef ég náð þeim markmiðum sem ég setti mér á árinu – já og gott betur! Ég hef komið sjálfri mér mest á óvart þar sem í fyrsta skipta skipti á ævinni finnst mér gaman að hreyfa mig og nýt þess að finna góð áhrif heilbrigðs lífsstíls á líkama og sál. Ég hlakka alltaf til þess að fara í Hreyfingu og er spennt fyrir að halda áfram, setja mér ný markmið og takast á við áskoranir á nýju ári í Hreyfingu".
 
Hér getur þú séð sýnishorn af æfingunum:
 
Skráning er hafin hér og í síma 414-4000

Ath. Velkomið að skipta greiðslu á kort eða í heimabanka með því að hringja í síma 414 4000. Greiðsluskipting kostar 1000 kr.

 

Verð: 45.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 23.990 kr.
Á1 Tími Kennari Stína EinarsStína EinarsStína Einars Staðsetning Salur 1Salur 2Salur 4
Á2
Tími Kennari María Kristín GröndalMaría Kristín GröndalMaría Kristín Gröndal Staðsetning Salur 1Salur 4Salur 2
Á3
Tími Kennari Ásrún ÓlafsdóttirÁsrún ÓlafsdóttirÁsrún Ólafsdóttir Staðsetning Salur 4Salur 1Salur 2

Fylgstu með okkur #hreyfing