Hlaupanámskeið (kk & kvk)

Hefst 13. júní!

4 vikna hlaupanámskeið fyrir konur og karla.


Kl. 17:15 - 18:15 þri og fim!

Hefur þig lengi langað til að geta skokkað úti með góðu móti og haft ánægju af því?


Komdu á 4 vikna hlaupanámskeið og lærðu nauðsynleg undirstöðuatriði til að ná sem bestum árangri í skokki/hlaupaþjálfun. Til að hlaup verði ánægjuleg þjálfun er mikilvægt að byggja rétt upp úthald og þrek.

Jón Oddur og María Kristín íþróttafræðingar og hlauparar eru leiðbeinendur á þessu námskeiði og hjálpa þér við að koma þér af stað í markvissa hlaupaþjálfun.

Þátttakendur læra rétta hlaupatækni og fá allar nauðsynlegar leiðbeiningar. Byrjað er rólega, gengið og skokkað á víxl eða eftir þörfum hvers og eins og leitast við að hafa fjölbreytni í æfingunum.

Þú þarft ekki að velta vöngum um hvort þetta sé fyrir þig. Það geta allir verið með á þessu hlaupanámskeiði, líka þeir sem aldrei hafa hlaupið. Skelltu þér á námskeið ef þú vilt komast í gott hlaupaform fyrir sumarið.

Eftir tímana geta þátttakendur notið glæsilegrar útiaðstöðu með jarðsjávarpotti og gufuböðum.

Innifalið:

  • Lokaðir tímar 2x í viku úti – mæting í anddyri Hreyfingar
  • Þáttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu.
  • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
  • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum.Skráning er hafin hér og í síma 414-4000

Verð: 17.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 8.990 kr.
HN1
Tími Kennari Jón Oddur og MaríaJón Oddur og María Staðsetning Salur ÚtiSalur Úti

Fylgstu með okkur #hreyfing