Jóga fyrir golfara

Hefst 10. apríl

4 vikna námskeið fyrir konur og karla.

Viltu bæta sveifluna?

Nýtt! Jóga fyrir golfara með Birgittu Guðmundsdóttir, jógakennara.  


Með ástundun jóga getum við spilað betra golf.
Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara. Þú styrkir líkamann, eykur sveigjanleika og jafnvægi og færð þannig lengra sveifluferli og kraftmeiri högg með góðri ástundun.
Umfram allt eykur þú einbeitingu og úthald, minnkar líkur á meiðslum og kemst í betra form.

Þú heldur betur út heilan golfhring 
Eykur vöðvajafnvægi sem skilar sér í betri sveiflu
Bætir líkamsvitund og hreyfifærni líkamans
Bætir líkamlega þætti sem auka líkurnar á betri frammistöðu á golfvellinum


Tímar henta öllum sem stunda golf, byrjendum sem og lengra komnum. 


Innifalið:
Lokaðir tímar 2x í viku - 60 mín í senn.
Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu.
Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum.
Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum.

Skráning er hafin hér og í síma 414-4000

Verð: 19.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 9.990 kr.
JG2
Tími Kennari Birgitta GuðmundsBirgitta Guðmunds Staðsetning Salur 5Salur 5

Fylgstu með okkur #hreyfing