*Mömmu og meðgöngu námskeið (kvk)

Hefst 28. maí

5 vikna námskeið – fyrir barnshafandi konur sem vilja styrkja sig og þjálfa á meðgöngunni. Einnig fyrir nýbakaðar mæður sem vilja komast í gott form eftir barnsburð undir handleiðslu sjúkraþjálfara og hafa barnið hjá sér á meðan þær æfa. Almennt er talað um að konur geti byrjað að æfa 6-8 vikum eftir fæðingu en hver og ein veður að meta það fyrir sig. Algengast er að börnin séu  frá 4 vikna til 6 mánaða á námskeiðinu. Þegar þau eru farin að hreyfa sig mikið á gólfinu fær mamman ekki mikinn frið til að sinna æfingunum!
 

Æfingakerfið í mömmuleikfiminni hefur verið kennt frá 2005 og er sérstaklega hannað af sjúkraþjálfara fyrir nýbakaðar mæður. Mikil áhersla er á rétta líkamsstöðu í æfingum.

Kviðæfingar, grindarbotnsæfingar, almenn styrktarþjálfun, stöðugleikaþjálfun, liðkandi æfingar og fræðsla um þjálfun og hreyfiþroska ungbarna er að sjálfsögðu á sínum stað.
 

Barnshafndi konur hafa verið með í hópnum frá 2014 enda eru áherslunar þær sömu. Ráðlagt er að hreyfa sig daglega á meðgöngunni  með  léttu álagi. Mikilvægt er að viðhalda vöðvastyrk og bæta hreyfistjórnun á til þess að undirbúa sig fyrir fæðinguna. 
 

Innifalið:

• Lokaðir tímar 2x í viku
• Fræðsla um meðgöngu, þjálfun og hreyfiþroska ungbarna
• Aðgangur að lokuðu heimasvæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
• Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum


Hér getur þú séð sýnishorn af æfingunum:
 

Skráning er hafin hér og í síma 414-4000

 

 

Verð: 22.990 kr. Verð fyrir meðlimi aðeins: 12.990 kr.
MM1
Tími Kennari Sandra D ÁrnadóttirSandra D Árnadóttir Staðsetning Salur 1Salur 1

Fylgstu með okkur #hreyfing