Nuddmeðferðir
Heilsu- & slökunarnudd
Eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva. Áhrifaríkt og markvisst nudd sniðið að þörfum hvers og eins. Losar um spennu á tilgreindum svæðum, dregur úr streitu og þreytu. Veitir góða slökun og vellíðan.
-
25 mín. 13.900 kr.
-
50 mín. 17.900 kr.
-
80 mín. 21.900 kr.
Kaupa gjafakort
Meðgöngunudd
Heilnudd aðlagað verðandi móður á hvaða tímabili meðgöngunnar sem er. Nuddað er á sérstökum meðgöngubekk þar sem verðandi móðir getur legið á maganum. Léttir á spennu og verkjum í líkamanum. Róar, veitir vellíðan og slökun.
-
25 mín. 13.900 kr.
-
50 mín. 17.900 kr.
Kaupa gjafakort
Íþróttanudd
Áhrifaríkt nudd sem losar um spennu, stirðleika og vöðvahnúta eftir álag eða æfingar. Meðferðin örvar blóðflæði, eykur hreyfanleika og styður endurheimt vöðva. Hentar vel bæði fyrir og eftir áreynslu til að viðhalda jafnvægi og mýkt í líkamanum.
-
25 mín. 13.900 kr.
-
50 mín. 17.900 kr
Kaupa gjafakort
Svæðanudd
Þrýstinudd sem örvar taugaenda í höndum og fótum til að koma jafnvægi á líkama og huga. Hjálpar við að minnka spennu, létta á álagi og stuðla að innri ró. Dregur úr sársauka og spennu, léttir álagi, slakar á taugakerfi og styður líkamann í átt að betra jafnvægi.
-
Fætur - 50 mín. 17.900 kr.
-
Hendur - 50 mín. 17.900 kr.
-
Andlit og höfuð - 80 mín. 21.900 kr.
Kaupa gjafakort
Djúpvefjanudd
Nudd sniðið að þörfum þeirra sem æfa mikið og finna fyrir vöðvaspennu og verkjum. Markvisst nudd sem vinnur djúpt í vöðva og bandvef, örvar blóðflæði og súrefnisstreymi og losar um spennu og hnúta. Meðferðin stuðlar að betri hreyfanleika, endurheimt og vellíðan.
-
50 mín. 18.900 kr.
-
80 mín. 22.900 kr.
Kaupa gjafakort
Sogæðanudd
Mjúkt og róandi nudd sem örvar starfsemi sogæðakerfisins og vinnur gegn óæskilegri vökva- og streituefnasöfnun. Meðferðin dregur úr bjúg og vökvasöfnun, léttir á þreytu og eykur almenna vellíðan. Hentar vel til þeim sem kljást við bjúgsöfnun, vefjagigt, húð- eða meltingarvandamál, veiku ónæmiskerfi, þreytu, streitu, fótapirringi o.fl.
-
80 mín. 21.900 kr.
Kaupa gjafakort
Heitsteinanudd
Einstök nuddmeðferð þar sem heitir basaltsteinar eru notaðir til að mýkja vöðva, örva blóðflæði og losa um spennu í líkamanum. Hiti steinanna stuðlar að betra blóðflæði, losun eiturefna og dýpri vöðvaslökun. Vellíðan og endurnæring fyrir líkama og huga.
-
50 mín. 17.900 kr.
-
80 mín. 21.900 kr.
Kaupa gjafakort
Spameðferðir
Heilsu- & slökunarnudd ásamt Kísilleirmeðferð
Eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins. Áhrifaríkt og markvisst nudd sem losar um bólgur og spennu á tilgreindum svæðum. Dregur úr streitu og þreytu. Veitir góða slökun og vellíðan.
Endurnærandi kísilleirmeðferð er einstök meðferð þar sem gestir bera hreinan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Meðferðin veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð.
-
25 mín. 21.800 kr.
-
50 mín. 25.800 kr.
-
80 mín. 29.800 kr.
Kaupa gjafakort
Nærandi þörungameðferð
Einstök meðferð sem vekur skilningarvitin. Nærandi og slakandi meðferð sem hefst með því að líkaminn er skrúbbaður með einstakri blöndu Blue Lagoon þörunga og kísilagna sem endurnýja efsta lag húðarinnar. Þá er líkaminn vafinn í nærandi Blue Lagoon þörungavafning og fætur nuddaðir. Meðferðin endar á slakandi Blue Lagoon heilnuddi.
Í 120 mínútna meðferðinni er andlitið einnig nuddað og djúphreinsað og viðeigandi andlitsmaski borinn á andlitið á meðan vafningurinn er að virka á líkamann. Ljúf meðferð sem hreinsar og nærir.
-
90 mín. 29.900 kr
-
120 mín. 33.900 kr.
Kaupa gjafakort
Styrkjandi kísilmeðferð
Fullkomið dekur fyrir líkama og sál, hrein orkugjöf úr íslenskri náttúru. Kísillinn djúphreinsar húðina, þéttir hana og styrkir. Meðferðin hefst á mýkjandi líkamsskrúbbi með einstakri blöndu Blue Lagoon þörunga og kísilagna. Líkaminn er síðan vafinn í styrkjandi kísilvafning og fætur eru nuddaðir. Ljúf meðferð sem hreinsar og nærir. Meðferðin endar á slakandi Blue Lagoon heilnuddi.
Í 120 mínútna meðferðinni er andlitið einnig nuddað og djúphreinsað og viðeigandi andlitsmaski borinn á andlitið á meðan vafningurinn er að virka á líkamann. Einstök meðferð sem hreinsar, styrkir og nærir húðina.
-
90 mín. 29.900 kr.
-
120 mín. 33.900 kr.
Kaupa gjafakort
Saltskrúbb Deluxe
Endurnærandi og hreinsandi meðferð fyrir allan líkamann. Húðin er skrúbbuð með einstakri blöndu af Blue Lagoon söltum og olíum sem eykur blóðflæðið og gefur húðinni aukinn ljóma og fallegt yfirbragð. Unaðsleg meðferð sem lýkur með endurnærandi líkamsnuddi, veitir mikla slökun og gerir húðina silkimjúka.
-
50 mín. 18.900 kr.
-
80 mín. 22.900 kr.
Kaupa gjafakort
Kísilleirmeðferð
Einstök meðferð þar sem gestir bera hreinan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Hitastig klefans eykst jafnt og þétt og Eucalyptus olía í samblandi við heitar gufur spila stórt hlutverk í að stuðla að djúpri slökun. Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Meðferðin veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð.
-
Fyrir 1 7.900 kr.
-
Fyrir 2 7.900 kr. á mann
-
Fyrir 3 7.900 kr. á mann
-
Fyrir 4 7.900 kr. á mann