Skráning í tíma
Reglur - skráning í tíma
Þú getur skráð þig í tíma með 25 klst. fyrirvara.
Skráning lokar 60 mín. fyrir tíma.
Þú færð staðfestingu á skráningu senda í tölvupósti. Komur í tíma eru staðfestar með augnskanna. Ef þú ert ekki mætt/ur í tímann þegar tími hefst er plássið þitt ekki öruggt.
Við biðjum þig vinsamlega að bera virðingu fyrir náunganum og ekki skrá þig í tíma nema þú ætlir þér 100% að mæta.
Afskráning!
Þú getur afskráð þig úr tíma á "Mínum síðum", beint í hóptímatöflunni og í staðfestingarpóstinum sem þú fékkst þegar þú skráðir þig. ATH! Ekki er hægt að afskrá sig með öðrum hætti.
***Ef þú afskráir þig ekki með a.m.k. 60 mín. fyrirvara ferð þú sjálfkrafa í 5 daga skráningarbann. Ath. þetta á einnig við um biðlista skráningu!***
Skráningarbann byrjar að telja niður kl 9:00 daginn eftir að skróp í tíma á sér stað!
Skráningarkerfið er 100% sjálfvirkt kerfi. Allar nánari upplýsingar um skráningu / biðlista/ skráningarbann er að finna á Mínum síðum.