Vinavika í Hreyfingu - nýttu tækifærið!
Dagana 25. sept. - 1. okt. geta meðlimir boðið vinum sínum að upplifa Hreyfingu frítt í heila viku*
Vinurinn mætir í móttöku Hreyfingar og fær frítt vikukort í Grunnaðild.
Kortið gildir í heila viku en það þarf að virkja kortið fyrir 1. okt.
*Ath! Vinurinn þarf að vera 16 ára eða eldri, með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu og má ekki hafa átt kort í Hreyfingu síðastliðið árið.
Innifalið í vinavikukorti:
- NÝTT! SkillX kynningartímar út sept
- Glæsileg hóptímadagskrá
- Fyrsta flokks tækjasalur og búningsaðstaða
- Útispa með heitum pottum, köldum potti og gufuböðum...og margt fleira!
NÝTT! SkillX - Tími til að taka á því
Fjölbreytt þjálfun með ýmsum skemmtilegum áskorunum í glænýjum SkillX sal. SkillX æfingarnar samanstanda af kraftlyftingum, ólympískum lyftingum, þol og úthaldsæfingum ásamt liðleikaþjálfun.
SkillX tímarnir eru fyrir Bestu aðild og þá sem bæta SkillX aðgangi við aðild sína en í september eru kynningartímar í boði fyrir alla meðlimi. Nýttu tækifærið og prófaðu!
Hreyfing spa - einstök spa upplifun
Komdu til okkar og slakaðu á í notalegu umhverfi í nýju spa slökunarrými með innrauðri saunu, hengirólum og heitum potti.
Finndu hvernig skilningarvitin vakna. Endurnærðu líkama og sál í eimböðum, gufum og heitum pottum sem innihalda m.a. hreinan jarðsjó.
Upplifðu einstakar heimsklassa snyrti-, nudd- og spameðferðir.
Kaupa kort
Taktu heilsuna föstum tökum og komdu í Hreyfingu. Ef þú hefur ekki komið til okkar áður eða þarft aðstoð við að koma þér af stað getur þú bókað frían tíma með ráðgjafa hér!
Kynntu þér aðildarleiðirnar sem innifela mis mikla þjónustu, lúxus og dekur.
Námskeið
Besta aðild - æfðu með þjálfara
Heilsan er það mikilvægasta sem við eigum, taktu hana föstum tökum strax í dag með aðstoð þjálfara. Þú færð aðgang að fjölbreyttri hópþjálfunardagskrá í tækjasal, sérstökum SkillX tímum í glænýjum tækjasal, ýtarlegar líkamsástandsmælingar, sérhæfða æfingaáætlun, aðgang að þjálfara í sal, forskráningu í alla hóptíma og sérstöku þjálfunar appi auk fjölda annarra fríðinda.
Í Bestu aðild hefur þú aðgang að Hreyfing spa, færð slopp og handklæði. Þar er notalegt slökunarrými, hengirólur, innrauð sauna og heitur pottur. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt köldum potti, saunu og blautgufu.

Gjafakort Hreyfingar
Hægt er að fá gjafakort að ákveðinni upphæð, fyrir ákveðna þjónustu eða einfaldlega af þeirri samsetningu sem hentar best.
Sá sem gjöfina fær getur nýtt gjafakortið í dásamlega spaupplifun eða í heilsurækt hjá Hreyfingu.