Heilsuaðild
Náðu þínum markmiðum með aðstoð þjálfara!
Þjálfarar Heilsuaðildar
Njóttu lífsins enn betur með Heilsuaðild og náðu þínum markmiðum! Þjálfarar Heilsuaðildar sjá til þess að meðlimir í Heilsuaðild fái fjölbreytta, árangursríka þjálfun alla virka daga og leggja metnað í að finna leiðir sem henta hverjum og einum til að ná sínum markmiðum.
Hóptímar í tækjasal og SkillX
Meðlimir í Heilsuaðild hafa aðgang að fjölbreyttum W.O.D. styrktartímum í tækjasal og SkillX tímum þar sem áhersla er á lyftingar, þol, úthalds- og liðleikaþjálfun. Þessir tímar eru hannaðir fyrir breiðan hóp þátttakenda og þjálfari skalar æfingar upp eða niður eftir þörfum hvers og eins.
Forskot á skráningu í alla hóptíma
Meðlimir í Heilsuaðild hafa forgang í alla opna hóptíma. Skráning í tíma opnar með 26 klst. fyrirvara eða einni klst. áður en opnað er fyrir almenna skráningu.
Ástandsmælingar, æfingaáætlun og markmiðasetning
Meðlimir í Heilsuaðild fá stuðning og aðhald þjálfara. Meðlimir geta reglulega bókað sinn tíma í ástandsmælingu þar sem líkamssamsetning, gripstyrkur og jafnvægi er mælt, farið er yfir markmiðasetningu og sérsniðin æfingaáætlun útbúin sem styður við heilsumarkmið.
Hreyfingar app
Meðlimir í Heilsuaðild fá aðgang að sérstöku Hreyfingar æfinga appi. Í appinu geta meðlimir haldið utan um æfingarnar sínar, nálgast æfingamyndbönd og æfingaáætlanir. Í appinu hafa meðlimir greiðan aðgang að þjálfara Heilsuaðildar í gegnum netspjall og æfingarnar verða markvissari.
Hreyfing spa
Meðlimir í Heilsuaðild fá aðgang að einstöku spa slökunarrými með heitum potti, hengirólum, og innrauðum sauna klefa. Sloppur og handklæði við hverja komu.
Baðhandklæði við hverja komu
Meðlimir Heilsuaðildar fá baðhandklæði við hverja komu. Meðlimir ganga í gegnum sérstakt Heilsuaðildarhlið og gefst þar kostur á að grípa með sér baðhandklæði. Í Hreyfing spa fá meðlimir einnig baðslopp.
Afsláttur í Hreyfing spa
Meðlimir í Heilsuaðild fá 15% afslátt af öllum snyrti-, nudd og spa meðferðum í Hreyfing spa. Fjölbreytt úrval af einstökum meðferðum sem næra líkama og sál.
Sjá nánar á hreyfingspa.is
Afsláttur af Blue Lagoon vörum
Meðlimir í Heilsuaðild fá 15% afslátt af Blue Lagoon vörum í Hreyfingu.
Vetrarkort Bláa Lónsins
Innifalið í Heilsuaðild er Vetrarkort Bláa Lónsins sem veitir þér aðgang að Bláa Lóninu frá 1. október til 15. maí. Aðgangurinn gildir fyrir korthafa og börn á aldrinum 2-13 ára. Innifalið er afnot af handklæði og andlitsmaski á Maskabarnum í hverri heimsókn.