Fara yfir á efnissvæði
Kaupa kort
Mínar síður
Tímatafla

Takk fyrir traustið

Lokum tímabundið fyrir nýskráningar

Frá upphafi höfum við lagt áherslu á að veita okkar meðlimum einstaka upplifun þar sem fagmennska, framúrskarandi þjónusta, hvatning og gleði er í fyrirrúmi. Undanfarið ár höfum við verið svo lánsöm að fá til okkar sífellt fleiri meðlimi sem setja heilsuna í fyrsta sæti og deila með okkur ástríðu fyrir heilbrigði og vellíðan.

Nú er svo komið að Hreyfing annar ekki fleiri meðlimum svo unnt sé að tryggja að við getum áfram boðið upp á þjónustu af hæsta gæðaflokki og viðhaldið þeirri persónulegu upplifun sem einkennir Hreyfingu. Við höfum því tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir nýskráningar.

Þessi ákvörðun er tekin til að við getum haldið áfram að einbeita okkur að því sem skiptir mestu máli - að veita framúrskarandi þjónustu, skapa notalegt umhverfi og stuðning við heilsuvegferð og árangur okkar meðlima.

Á meðan lokað er fyrir nýskráningar verður boðið upp á að skrá sig á biðlista.

Við erum þakklát fyrir traustið og tryggðina og munum halda áfram að leggja okkur fram við að skapa bestu mögulegu aðstæður í Hreyfingu fyrir okkar meðlimi til að ná lengra.